Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 24
22
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingafiöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 27 49 28 23 48 65 11 19 24 9
Dánir ....... 3 2 2 1 6 3 2 „ 1
Á taugaveiki ber nú með minnsta móti. Þó er slæmt hreiður í Flatey
á Skjálfanda, þar sem taugaveiki hefir mjög gert vart við sig undan-
farin ár og sennilega lengi legið í landi. Hafði því verið of lítill
gaumur gefinn. Á þessu ári var af heilbrigðisstjórninni gerður
út rannsóknarleiðangur til Flateyjar í því skyni, að grafizt yrði
fyrir um upptök taugaveikinnar þar, og með þeim árangri, að
þar fannst kona, er sennilega hefir verið smitberi síðan veturinn
1923—’24 og valdið veikinni. Voru síðan á kostnað ríkissjóðs gerðar
ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari taugaveikissmitun
í eyjunni. Cand. med. & chir. Björn Sigurðsson frá Veðramóti, sem
rannsóknarförina fór, gerir grein fyrir henni í ritgerð, sem er fylgi-
rit með þessu hefti Heilbrigðisskýrslnanna. Yfirleitt er reynslan sú
hér á landi, að eftir að smitberi er fundinn og gætt er einfaldrar var-
úðar, er hættan af smitun frá honum ekki teljandi.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Taugaveiki kom að þessu sinni ekki fyrir, og eru þó ineð
vissu 2 smitberar í héraðinu, M. S.-dóttir frá Höskuldsstöðum, sem
hægt er að rekja til alla taugaveiki hér í sýslu um margra ára bil, og
B. J.-son, Þverá í Hallárdal.
Sauðárkróks. Taugaveiki kom upp á 1 heimili. Varð hún rakin til
taugaveikissýkilbera í Húnavatnssýslu. Gisti hann 2 nætur á þessum
bæ og sýkti 2 manneskjur. Taugaveikissýkilberar eru nú 3 í þessu
héraði: G. J.-dóttir, ekkja í Bakkakoti, 65 ára, G. J.-dóttir, ekkja á
Sauðárkróki, 49 ára, og' einhver ókunnur sýkilberi í Sölvanesi, Lýt-
ingsstaðahreppi. Frá þessu fólki hefir engin sýking borizt.
Svarfdæla. Piltur á tvítugsaldri á Hálsi i Svarfaðardal fékk tauga-
veiki. Hafði farið til Akureyrar 2—3 vikum áður en hann veiktist og
legazt þar vikutíma. I núverandi Svarfdælahéraði hefir taugaveiki ekki
orðið vart i mörg ár, þangað til þetta, og enginn grunaður um smit-
burð. Súklingurinn var einangraður í sérstöku herbergi, sagt fyrir urn
varúð og sóttvarnir og sótthreinsað að sóttinni lokinni. Barst veikin
ekki út.
Fljótsdals. Ekki borið á taugaveiki hér um slóðir að minnsta kosti
10 síðastliðin ár.
Vestmannaeyja. Veikin horfin síðan hafðist upp á sóttberanum
O. B.-dóttur. Hafðar gætur á henni.
Keflavíkur. I Keflavík 1 smifberi með smit í þvagi. Hefir her-
bergi fyrir sig, er látinn gæta varúðar með þvag og' saur, en leyft að
ganga til útivinnu.