Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 25
23
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafiöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 2158 2370 2515 2037 3138 2523 3200 1585 1790 1740
Dánir ........ „ „ 4 4 5 1 8 1 „ 2
Síðari árin virðist bera minna á iðrakvefi en áður var venjulegt.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Sjaldan verið eins fátíð.
Borgarfi. Enginn faraldur.
Borgarnes. Nokkur tilfelli, væg og vanaleg.
ísafi. Mest í börnum.
Hesteyrar. Fáein væg tilfelli.
Reykjarfi. Nokkur tilfelli á síldarstöðinni í Djúpuvík síðastliðið
sumar. Tilfellin voru talsvert slæm. Sjúklingarnir veikir um hálfs-
mánaðartíma.
Hólmavíkur. Talsvert ber á þessum kvilla framan af og um og eftir
miðbik ársins, einkum í ungum börnum, en er yfirleitt vægur.
Miðfi. Gerði lítið eitt vart við sig.
Hofsós. Gert töluvert vart við sig. Hár hiti og margir allþungt haldnir.
Svarfdæla. Með allra fátíðasta móti.
Akureyrar. Gerði nokkuð vart við sig.
Öxarfi. Lítilfjörlegur slæðingur.
Fáskrúðsfi. Stakk sér niður.
Hornafi. Faraldur í apríl—maí.
Síðu. Gerði mjög lítið vart við sig.
Vestmannaegja. Einkum áberandi í sláturtíð á haustin. Sviðaát.
veldur. Sviðin aðflutt, úldin. Kjöteitrun.
Rangár. Gerði lítið vart við sig.
Grímsnes. Stakk sér niður í flestum mánuðum ársins. Allt væg tilfelli.
Keflavíkur. Stakk sér niður flestalla mánuðina, en vægt.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafiöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 1993 5090 7110 1168 7362 1282 6578 670 11229 212
Dánir ........ 7 17 21 5 22 1 14 6 23 5
Eftir mikið inflúenzuár ber að jafnaði lítið á inflúenzu hið næsta ár,
og svo reyndist í þetta sinn. Vafasamt, að það, sem talið er inflúenza
hafi verið það í raun og veru, og er læknum það Ijóst.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvikur. Inflúenza gerði vart við sig í maímánuði, en var ekki
svæsin. Síðan varð hennar lítt vart, þangað til í nóvember, að hún
gekk yfir héraðið. Veikin var fremur þung, einkum í börnum. 3 sjúk-
lingar dóu, hörn á aldrinum 2, 4 og 5 mánaða. Auk þess fengu 3 börn
lungnabólgu.