Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 34

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 34
32 broti og úti í Út-Meðallandi vörðust flestir bæir. Á þessum stöðum, einkum í Landbroti, gerðu menn sér því meira far um að verjast veikinni, sem svo var ástatt, að á mörgum bæjum var hver einasti maður móttækilegur fyrir hana — aðeins fáein gamalmenni á sum- um bæjunum höfðu fengið hana áður. Þyngstir urðu mislingarnir á miðaldra fólki og ungbörnum. 2 börn fengu þá, sem ekki voru missiris- gömul, 2—3 mánaða, enda hafði hvorug móðirin fengið mislinga fyrr en nú. Aftur á móti veiktust ekki börn þeirra mæðra, er áður höfðu fengið mislinga, t. d. smitaðist sonur minn, 3ja mánaða, ekki, og lá þó bróðir hans, 4 ára, í sama herbergi — oft í næsta rúmi við barnið. Annað dæmi vissi ég þessu líkt. Mýrdals. Mislingar bárust í héraðið í maí. Vestmannaeyja. Mislingar bárust hingað til hafnar með færeysk- um fiskiskipum, en frá þeim bárust þeir ekki hér í land í marz- mánuði, en komu hingað úr Reykjavík í apríl. Yfirleitt mjög vægir, og' hefi ég ekki áður séð svo væga mislinga. Rangár. Mislingar bárust hingað frá Reykjavík seint í aprílmánuði, breiddust út um allt héraðið og voru hér viðloðandi fram í ágúst- mánuð. Helzt veiktust börn og unglingar, en þó nokkuð margt af eldra fólki, allt fram á áttræðisaldur, tók hana einnig. Reyndi serum á nokkrum og tel það tvímælalaust hafa dregið úr veikinni, ef hittist á að gera það skömmu áður (ca. 5—7 dögum) en fóllc tók veikina, og jafnvel virtist mér það draga úr, þótt sprautað væri í byrjun veik- innar. 3 dóu, 2 aldraðar konur og 1 ungbarn. Furðu lítið fannst mér bera á slæmum eftirköstum. Eyrarbakka. 31. marz varð ég fyrst var við mislingana í héraðinu á sjómanni á Stokkseyri. Kom frá Sandgerði. Þetta var á miðri vetr- arvertíð, og vildu Stokkseyringar reyna að verjast mislingunum, meðan hún stæði yfir. í samráði við landlækni var því Stokkseyrarbátun- um í Sandgerði bönnuð heimferð nema með menn, sem fengið hefðu mislinga áður. Maður þessi veiktist rétt eftir heimkomuna. Við nán- ari grennslun kom fram, að hann mundi aldrei hafa veikzt af misl- ingum áður, en þó verið með mislingasjúkum mönnum að minnsta kosti tvisvar á æfinni áður. Eftir hæfilegan tíma fór sóttin svo að breiðast út um þorpið, en til annara hluta héraðsins fluttist hún að mestu leyti beint frá Reykjavík. Ekki varð sóttin mannskæð, en marg'ir urðu mög þungt haldnir, einkum roskið fólk og hálfstálp- aðir unglingar, er höfðu átt heima í afskekktum byggðum, þar sem tekizt hafði fyrrum að verjast mislingum. Ég vissi aðeins um eina konu, sem lét fóstri af völdum veikinnar (I-gravid í 3. mánuði, rúm- lega tvítug). Ungbörnin urðu aldrei þungt haldin. Grímsnes. Bárust í byrjun maí í Skeiðahrepp og breiddust fljótt út, náðu hámarki í júní, fóru svo rénandi og var lokið seint i ágúst. í suma hreppa héraðsins, t. d. Gnúpverjahrepp, höfðu ekki borizt mislingar í tugi ára. Þar var fólk, sem komið var að sextugu, er ekki hafði fengið þá. Sprautaði ég margt af þessu fólki með rekonvales- centserum prophylaktiskt, og reyndist það vel. Veikin varð miklu væg- ari, og sumir sluppu alveg'. Veikin breiddist út um allt héraðið, en barst ekki á alla bæi, því að margir reyndu að verjast og tókst það. Veikin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.