Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 34
32
broti og úti í Út-Meðallandi vörðust flestir bæir. Á þessum stöðum,
einkum í Landbroti, gerðu menn sér því meira far um að verjast
veikinni, sem svo var ástatt, að á mörgum bæjum var hver einasti
maður móttækilegur fyrir hana — aðeins fáein gamalmenni á sum-
um bæjunum höfðu fengið hana áður. Þyngstir urðu mislingarnir á
miðaldra fólki og ungbörnum. 2 börn fengu þá, sem ekki voru missiris-
gömul, 2—3 mánaða, enda hafði hvorug móðirin fengið mislinga fyrr
en nú. Aftur á móti veiktust ekki börn þeirra mæðra, er áður höfðu
fengið mislinga, t. d. smitaðist sonur minn, 3ja mánaða, ekki, og lá
þó bróðir hans, 4 ára, í sama herbergi — oft í næsta rúmi við barnið.
Annað dæmi vissi ég þessu líkt.
Mýrdals. Mislingar bárust í héraðið í maí.
Vestmannaeyja. Mislingar bárust hingað til hafnar með færeysk-
um fiskiskipum, en frá þeim bárust þeir ekki hér í land í marz-
mánuði, en komu hingað úr Reykjavík í apríl. Yfirleitt mjög vægir,
og' hefi ég ekki áður séð svo væga mislinga.
Rangár. Mislingar bárust hingað frá Reykjavík seint í aprílmánuði,
breiddust út um allt héraðið og voru hér viðloðandi fram í ágúst-
mánuð. Helzt veiktust börn og unglingar, en þó nokkuð margt af
eldra fólki, allt fram á áttræðisaldur, tók hana einnig. Reyndi serum
á nokkrum og tel það tvímælalaust hafa dregið úr veikinni, ef hittist
á að gera það skömmu áður (ca. 5—7 dögum) en fóllc tók veikina,
og jafnvel virtist mér það draga úr, þótt sprautað væri í byrjun veik-
innar. 3 dóu, 2 aldraðar konur og 1 ungbarn. Furðu lítið fannst mér
bera á slæmum eftirköstum.
Eyrarbakka. 31. marz varð ég fyrst var við mislingana í héraðinu
á sjómanni á Stokkseyri. Kom frá Sandgerði. Þetta var á miðri vetr-
arvertíð, og vildu Stokkseyringar reyna að verjast mislingunum, meðan
hún stæði yfir. í samráði við landlækni var því Stokkseyrarbátun-
um í Sandgerði bönnuð heimferð nema með menn, sem fengið hefðu
mislinga áður. Maður þessi veiktist rétt eftir heimkomuna. Við nán-
ari grennslun kom fram, að hann mundi aldrei hafa veikzt af misl-
ingum áður, en þó verið með mislingasjúkum mönnum að minnsta
kosti tvisvar á æfinni áður. Eftir hæfilegan tíma fór sóttin svo að
breiðast út um þorpið, en til annara hluta héraðsins fluttist hún að
mestu leyti beint frá Reykjavík. Ekki varð sóttin mannskæð, en
marg'ir urðu mög þungt haldnir, einkum roskið fólk og hálfstálp-
aðir unglingar, er höfðu átt heima í afskekktum byggðum, þar sem
tekizt hafði fyrrum að verjast mislingum. Ég vissi aðeins um eina
konu, sem lét fóstri af völdum veikinnar (I-gravid í 3. mánuði, rúm-
lega tvítug). Ungbörnin urðu aldrei þungt haldin.
Grímsnes. Bárust í byrjun maí í Skeiðahrepp og breiddust fljótt út,
náðu hámarki í júní, fóru svo rénandi og var lokið seint i ágúst. í
suma hreppa héraðsins, t. d. Gnúpverjahrepp, höfðu ekki borizt
mislingar í tugi ára. Þar var fólk, sem komið var að sextugu, er ekki
hafði fengið þá. Sprautaði ég margt af þessu fólki með rekonvales-
centserum prophylaktiskt, og reyndist það vel. Veikin varð miklu væg-
ari, og sumir sluppu alveg'. Veikin breiddist út um allt héraðið, en barst
ekki á alla bæi, því að margir reyndu að verjast og tókst það. Veikin