Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 36
34
Hólmavíkur. Keinur nokkrum sinnum fyrir sem sjálfstæð veiki,
einkum í börnum, en langmest l)ar á henni í sambandi við inflúenzuna
og mislingana.
Miðfí. Verður aðallega vart síðari hluta ársins, einkum í desember-
mánuði og þá í sambandi við kvefsótt, er þá gekk.
Hofsós. Nokkur tilfelli, en ekki alvarleg.
Svarfdæla. Flestir fengu lurignabólguna upp úr kvefsóttinni.
Seyðisfí. Lungnabólga gerir lítið vart við sig hér.
Vestmannaeyja. Einkum upp úr mislingum og kvefsótt.
2 . U m t a k s ó 11 :
Bíldudals. Taksótt gerði nokkuð vart við sig í janúar og febrúar.
5 sýktust. 1 kona dó.
Reykjarfí. Aðeins fá dreifð tilfelli.
Miðfí. Stingur sér niður við og við.
Blönduós. Á taksótt bar allmikið.
Svarfdæla. Kom ekki fyrir á árinu, og er það fyrsta ár í sögu héraðs-
ins, sem enginn er skráður með þá sótt.
Þistilfí. Tók allt í einu upp á því að ganga sem farsótt í október og
út árið. Hún var mjög misþung á þeim, sem fengu, en enginn dó þó
fyrir nýár.
Ranyár. Óvenju fá tilfelli á árinu.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
S júklingafíöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl............ 52 18 29 102 368 24 9 3 9 9
Rauðra hunda er aðeins getið í 2 héruðum (Siglufj. og Hróarstungu)
og' enginn eiginlegur faraldur að.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafíöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933
Sjúkl............. 5 14 10 204 336 624 426
Dánir ........... ,, ,, ,, 3 6 17 6
Skarlatssótt er nú jafnan viðloðandi í Reykjavík, þó að lítið kveði
að. Stakk sér auk þess niður í 7 héruðum, aðallega á Vestur- og Norð-
urlandi, aðeins fá tilfelli á hverjum stað, og er nú faraldsbragurinn,
sem verið hefir á veikinni nú í allmörg ár, mjög að réna.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. Fyrri hluta ársins komu fyrir nokkur tilfelli af skarlats-
sótt í áframhaldi af faraldri þeim, er gekk á fyrra ári. Datt svo niður
og hefir eigi gert vart við sig síðan. Var væg og fylgikvillalaus.
Reykdæla. 1 sjúklingur, barn. Fjrrst talað við lækni, er barnið var
farið að hreistra. Sótthreinsun fór fram. Enginn annar smitaðist.
1934 1935 1936
900 109 70
22 2 2