Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 37
Þistilfi. Gaus hcr upp um áramótin. Fyrir áramótin kom upp háls-
bólga í einu húsi. Var tiltölulega meinlaus og þekktist ekki sem
skarlatssótt. En eftir nýárið kom veikin fram í öðru húsi, og virtist
mega rekja sumt til hálsbólgunnar. Ómögulegt að gera sér neina
grein fyrir því, hvernig skarlatssóttin hefir komizt hingað. Á heimili
nr. 2 lagðist allt fólkið, hjón og barn þeirra. Veikin ekki sérlega þung.
Þaðan virðist svo þriðja heimilið hafa smitazt þrátt fyrir sóttkví.
Þar var vanfær kona, sem fæddi barn sitt á réttum tíma, en var þá
jafnframt að fá sárindi í kverkar, sem svo sýndi sig að vera skarlats-
sótt, og dó konan. Eru þessi tilfelli talin í febrúar og þessum faraldri
þar með lokið. En svo barst sóttin á ný inn í héraðið í maí, með sömu
ferð og mislingarnir. Drengur úr Reykjavík veiktist daginn eftir að
hann kom, mjög þungt, og dó. Smitaðist af honum drengur á sama
heimili, en veiktist miklu vægar og lifði. Var svo sótthreinsað eftir,
og hefir síðan ekki borið á veikinni.
Grimsnes. Kom fyrir á 3 bæjum, án þess nokkurt samband væri
hægt að rekja þar á milli. Mjög létt. Heimilin öll einangruð, og féll
veikin þannig' niður.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingafiöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1937 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 6645 258 3 10 277 „ „ „ 8267 88
Dánir ....... 155 3 „ „ 2 „ „ „ 123 1
Aðeins eftirhreytur í nokkrum hinum afskekktari héruðum vestan-
norðan- og austanlands eftir hinn mikla faraldur árið áður. Farald-
urinn deyr lit í landinu með febrúarmánuði.
Læknar láta þessa getið:
Bíldudals. Kikhósti gekk hér í byrjun ársins og fyrir áramótin.
Var fremur vægur, og enginn dó.
Ögur. Faraldur sá, er hér gekk síðari hluta árs 1935, fjaraði loks
út í febrúarmánuði. Síðustu tilfellin mjög strjál og urðu engum
að meini.
Svarfdæla. Ivikhósti var á Árskógsströnd í ársbyrjun, en var þá
fyrir nokkru um garð g'enginn í öðrum byggðarlögum héraðsins. í
janúar barst hann á ný til Svarfaðardals á eitt heimili, og af því heimili
jaarst hann með skólabörnum til þriggja heimila á Upsaströnd, er sótt-
in hafði ekki komið á um sumarið. Var yfirleitt vægur á Árskógs-
strönd, ef til vill vegna varnarbólusetningar, er fór þar fram sumarið
áður á börnum og unglingum. Einu 4 mánaða gömlu barni varð
sóttin þó að bana.