Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 39
37
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafiöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 33 9 240 478 89 199 62 21 6 43
Færist aftur nokkuð í aukana og nær eingöngu fyrir faraldra í 2
héruðum, Patreksfj., þar sem hennar er ekki getið síðan faraldur sá
hófst, er gengið hefir því nær um allt land síðan 1929, og Húsavikur.
Hefir veikin á þessu tímabili þá komið við i öllum héruðum, nema
ekki, svo að vitað sé, í 8 (Borgarnes, Reykhóla, Reykjarfj., Hofsós,
Ólafsfj., Þistilfj., Vopnafj. og Hróarstungu), sem flest hafa það sam-
eiginlegt að teljast til hinna afskekktustu héraða. Þar sem skráð er
eitt og eitt tilfelli á ári, má að vísu gera ráð fyrir, að ekki sé öruggt,
að um eiginlega umferðagulu hafi verið að ræða heldur icterus catarr-
halis non epidemica, og ber að varast að safna athugunarlaust á
skýrslur sem umferðargulu hverskonar gulutilfellum.
Læknar láta þessa getið:
Ögur. Hefir gert vart við sig meðal krakka öðru hverju, en aldrei
náð verulegri útbreiðslu.
Reykdæla. Stúlka, 19 ára gömul í Laugaskóla. Aðeins þessa eina
tilfellis varð vart.
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 22.
Sjúklingafíöldi 1927 -1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 98 137 93 69 61 72 102 70 43 63
Læknar láta þessa getið:
Vopnafí. Gerði einkum vart við sig í sláturtíðinni, svo sem algengt
virðist hér.
Síðu. Stingur sér niður árlega, 1 og í mesta lagi 2 tilfelli á sama
heimili.
Grímsnes. Kemur hér fyrir öðru hverju.
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingafíöldi 1929—1936:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl.................... „ „ 1 1 1 2 „ 1
Dánir ................... „ „ 2 „ „ „ „ „
Við og við kemur á skýrslur eitt og eitt tilfelli af heilasótt, en sjúk-
dómsgreining að jafnaði nánast ágizkun. 1932 var sjúkdómsgreining
heilasóttar þó staðfest með smásjárrannsókn (barn í Reykjavík). I
ár kemur aftur fyrir eitt tilfelli í Rvík, en annað, sem grunur var um
í Bíldudalshéraði, var ekki sett á mánaðarskrá.
Læknar láta þessa getið: