Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 40
Bildudals. Þann 23. júní var mín vitjað til konu einnar, 52 ára að
aldri. Hún var þá rúmföst. Ivvartaði um svefnleysi, óróa og angur-
semi. Ég taldi, að hcr væri um neurastheni að ræða og lét hana hafa
nervina. Henni batnaði mikið við þetta og var á fótum til 14. júlí.
Þann dag var hún á ferli um kauptúnið og fór jafnvel fram í dal,
þar sem kirkjugarðurinn er og vitjaði þar um leiði með manni sín-
um. Þetta var mér sagt síðar, því að um þetta leyti var ég fjarverandi
í sumarleyfi. Daginn eftir var konan orðin fárveik og dó á þriðja
degi. Aðstoðarlæknir héraðslæknis Þingeyrarhéraðs var sóttur til kon-
unnar og. var sjúkdómsgreining hans, sem fyrr getur og dánarvott-
orð ber með sér. Ekki hefir neitt borið á slíkri veiki hér siðan, og
mun þó lítið hafa verið um sóttvarnir.
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafjöldi 1 927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 144 21 17 46 85 91 10 28 30 17
Dreifð tilfelli í 5 héruðum (Rvík, Hóls, Miðfj., Blönduós og Hofsós)
og ekki gerð nánari grein fvrir.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 12 4 8 9 11 81 3 7 300 53
Dánir ....... 3 6 1 1 „15 1 1 29 5
Á þessu ári eimir enn eftir af faraldri þeim, er gekk árið áður og
heldur sig enn á hinum sömu slóðum, þ. e. aðallega á austanverðu
Norðurlandi. Þó stingur veikin sér nú niður í Dala- og Reykhóla-
héruðum.
Læknar láta þessa getið:
Dala. í febrúar kom upp mænusótt í Saurbænum, 5 sjúklingar
skráðir, 1 dó, 12 ára piltur. 28 ára maður fékk miklar lamanir og er
enn til lækninga á Landsspítalanum. Öðrum mun hafa batnað til fulls.
Líklegt er, að 3 ára piltbarn hafi og dáið úr veikinni, en ósannað er
það, og dauðamein talið óþekkt. Nokkrir Saurbæingar telja sig auk
þessa munu hafa fengið snert af veikinni, og ekki virðist ósennilegt, að
nokkuð af þeim lasleika, er þá gekk í Saurbænum, hafi verið abortiv
mænusóttartilfelli. Lýsing einkenna styður það.
Flategrar. 1 barn veiktist hér af mænusótt, en fékk aðeins peroneus-
lömun öðrumegin og er nú næstum albata. Ekki varð smitun rakin.
ísafj. 1 barn á fyrsta ári, er veikzt hafði síðastliðið ár, veslaðist
upp og dó.
Reykjarfj. Grunur lék á um nokkur tilfelli í fyrra vetur, en hér
var þá læknislaust, svo að þessi tilfelli voru ekki athuguð, en talað