Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 41
mun hafa verið við lækni í síma. Sagt er, að um smávægilegar út-
limalamanir hafi verið að ræða, en allir náðu sér að fullu.
Blönduós. 1 barn á 1. ári fékk encephalitis-einkenni og dó eftir
mjög stuttan lasleika. Hygg ég, að þar hafi frekast verið um polio-
encephalitis að ræða.
Ólnfsff. í október 1 tilfelli af poliomyelitis acuta ant., og hefi ég ekki
hugmynd um, hvaðan það hefir stafað. Drengur 5 ára. Töluverðar
lamanir, en þær hurfu fljótt, nema í peronealvöðvum á öðrum fæti.
Þar héldust þær nokkuð lengi. Skánaði við nudd.
Akureyrar. Öll tilfellin væg, og enginn sjúklinganna fékk lamanir.
Reykdæla. Stúlka, 9 ára gömul, til heimilis í Laugaseli í Reykjadal,
veiktist með háum hita. Eftir 3 daga komu fram lamanir á hægra
fæti. Lá í V2 mánuð. Lamanirnar hurfu, og eftir rúman mánuð var
sjúklingurinn orðinn nokkurnveginn jafngóður. Drengur, 7 ára gamall,
til heimilis á Öndólfsstöðum í Reykjadal, veiktist með háum hita.
Hafði um tíma vott af lömunum í báðum fótum, en batnaði að fullu.
Stúlka, 30 ára gömul, til heimilis á Hallbjarnarstöðum i Reykjadal,
ljósmóðir í Reykdælahreppi, var stödd í Kvasthvammi í Laxárdal,
þegar hún veiktist. Veikin byi’jaði með háum hita. Á 3. degi komu í
ljós lamanir á hægra fæti, einkum á quadriceps. Lá í 2 mánuði.
Lamanirnar hafa mikið minnkað, en stúlkan er þó ekki orðin heil
heilsu. Gengur hölt og þolir ekki að reyna neitt verulega á fótinn.
Öxarfj. í ársskýrslu í fyrra er talsvert lýst þessum mikla og — eins
og æfinlega — alvarlega faraldri, frá því að hann hófst í okt. 1935
og fram í maí 1936. Var þá veikin að verða útdauð. Eftir það held
ég mig hafa séð 3 sjúklinga, og er einn á mánaðarskrá í júlí og annar
í september, en þriðji hefir fíillið úr í júlí. Að lokum skal þess getið,
að eftir að ég lauk skýrslu í fyrra, komst ég að því, að væg mænu-
sótt hefði verið sumsstaðar í Kelduhverfi og Öxarfirði á áliðnum
vetri 1935—’36. Ég þykist löngu hafa séð, en hefi víst aldrei getið, að
mænusótt sé.sú veiki, er greiði berlclum hvað mest götu.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafjöldi 1929—1936:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl................... 21 71 66 112 181 218 140 171
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Munnangur stakk sér niður einstöku sinnum.
Svarfdæla. Stakk sér niður svipað og að undanförnu.
Fljótsdals. 2 ungbörn sá ég með munnangur. Annað þeirra féklt
háan hita (yfir 39°), en læknaðist fljótt.
Grímsnes. Fremur sjaldgæfur kvilli hér.