Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 43
41
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjnæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII og X.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1932 1932 1933 1934 1935 1936
Gonorrhoea . 348 407 431 519 400 372 482 576 665 632
Syphilis .... 34 21 13 29 21 50 37 30 35 16
Ulcus vener. . 5 3 12 15 3 1 7 2 2 1
L e k a n d i : Svipuð tala skráðra og síðastliðið ár, en þá hærri en
nokkurntíma áður.
Sárasótt: Sjúklingatalan með langlægsta móti.
Linsæri: Aðeins 1 sjúklingur skráður (í Siglufj.).
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis fyrir árið 1936
frá Hannesi Guðmundssyni, húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea. Samtals voru sjúklingar með þenna sjúkdóm 380,
þar af 121 konur og stúlkubörn og 259 karlar. 33 sjúklingar voru út-
lendingar, flestir Norðurlandabúar en 347 Islendingar.
Eftir aldursflokkum skiptust sjúklingar þessir þannig:
Aldur, ár 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40—60 Yfir 60
Konur .......... 2 3 3 32 67 10 4
Karlar.............. „ „ 41 174 31 11 2
Fylgikvillar voru þessir helztir:
Prostatitis acuta: 13 sjúklingar.
Epididymitis: 24 sjúklingar, þar af 5 sjúklingar beggja megin.
Salpingitis fengu 9 konur.
Arthritis gonorrhoica: 4 sjúklingar.
Phlegmone gonorrhoicum : 2 sjúklingar.
Ég hefi á þessu ári gert allmargar tilraunir með thermotherapi við
þrálát kompliceruð tilfelli af lekanda og notað til þess eitt af þeim
lyfjum, sem nú eru mjög í tízku og verka þannig, að þau auka mönn-
um líkamshita. Hitinn stígur á öðrum degi eftir innspýtingu, venju-
lega upp í 39—40° og helzt í V2 til heilan sólarhring. Jafnvel þótt
langa reynslu þurfi til að geta dæmt um áhrif slíkra lyfja á kroniskan
lekanda með nokkurri vissu, held ég, að óhætt sé að fullyrða, að þessi
meðferð gefi stundum ótvíræðan árangur, sérstaklega við gonorrhoisk-
ar komplikationir, jafnvel betri en hin specifiku bóluefni, sem mikið
hafa verið notuð. Mun ég á næsta ári gera frekari tilraunir með
thermotherapi, því að slíka meðferð er einnig hægt að nota við
ambulant sjúklinga.
Mjög hefði verið æskilegt að geta framkvæmt fullkomna hita-
meðferð á 6. deild Landsspítalans, eins og nú er allmikið farið að
6