Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 45
48
Blönduós. Kynsjúkdómar gera ekki enn vart við sig i héraðinu. Að-
eins 1 útlendur farmaður af skipi, sem lá hér á höfn, leitaði til mín
til að fá inndælingu við syphilis.
Sauðárkrólcs. Hefi hugmynd um, að slæðingur sé af lekanda, en að
menn káki sjálfir við lækningu á honum.
Öxarfj. 5 sjúkl. (aðeins 4 skráðir), allir á Raufarhöfn og í grennd.
Um þessa 5 er það að segja, að 2 þeirra og ef til vill 3 fengu lekand-
ann af hinum 2—3. En um 2—3 er óvíst. Vegna burtveru minnar
úr héraði, hefi ég eigi getað rannsakað upptök, eins og annars hefði
verið. Við þessar rannsóknir hefir komið í ljós viðunandi mikið af
lauslæti og hór, enda fleiri við bendlazt en sýktust. Eitt er víst:
Sjúklingarnir hafa verið fleiri en 5. Málið er í athugun og bíður sins
tíma.
Fljótsdals. Kynsjúkdómar þekkjast ekki í héraðinu.
Seyðisfj. 3 tilfelli. Erlendur sjómaður með urethritis og epididymitis.
10 ára stúlka frá Reykjavík með urethritis et vaginitis gon. kvaðst
hafa smitazt á strandferðaskipinu á leiðinni að sunnan. Seyðfirzkur
sjómaður með urethrit. gon. ac. kvaðst einnig hafa smitazt um borð
í strandferðaskipi, meðan það lá hér. Um aðra sjviklinga af þessu
tagi er mér ekki kunnugt hér í læknishéraðinu.
Norðfj. Fallið hafa af mánaðarskrá í júní 2 sjúklingar með gonor-
i-hoea, 22 ára sjómaður úr Vestmannaeyjum, til sjóróðra hér, og 18
ára gömul stúlka úr bænum, sem smitaði hann. 1 ágúst er skráð 22
ára gömul stúlka með gonorrhoea. Hún var norsk og smitaðist af
einum landa sínuin, skipverja á Nova, sem hún ferðaðist með. í ágúst
fór kona til Reykjavíkur til lækninga vegna hnémeins. Var þar kom-
izt að því, að um lues mundi vera að ræða.
Berufj. 1 sjúldingur utan héraðs.
Mýrdals. 1 sjúklingur, sem smitaðist í Reykjavík.
Vcstmannaei)ja. Sjúklingafjöldi líkur og undanfarið ár. Allrar var-
úðar gætt gegn útbreiðslu veikinnar.
Rangár. 2 karlmenn vitjuðu mín með lekanda. Kváðust hafa smit-
azt í Reykjavík.
Eyrarbakka. Báðir sjúklingarnir ineð gonorrhoea voru fangar á
Litla Hrauni og komu veikir frá Reykjavík.
Keflavíkur. 1 útlendingur skráður með syphilis, og var hann sendur
til Reykjavíkur.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII og X.
Sjúklingajjöldi 1927—1936:
1. Eftir mánaðarskrám:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Tb. pulm. . . 771 737 538 407 440 446 471 392 291 304
Th. al. loc. . . 429 489 457 355. 300 279 344 434 293 197
Alls . 1200 1226 995 762 740 725 815 826 584 501
Dánir . 200 211 214 232 206 220 173 165 149 157