Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 46
44
2. Eftir berklaveikisbókum (sjúkl. í árslok):
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Tb. pulm. . . . 669 699 640 685 585 611 869 917 1064 1028
Tb. al. loc. . . 252 331 349 387 299 401 684 714 764 674
Alls . 921 1030 989 1072 884 1012 1553 1631 1828 1702
Berkladauðinn er aftur lítið eitt hærri en síðastliðið ár, er hann var
í lágmarki síðan 1914, og kann vel að horfa fyrir því, er þess er gætt,
að mislingar gengu um land allt á árinu og allsherjar kikhóstafar-
aldur var nýgenginn hjá. Heilaberkladauðinn nemur 14,6% af öllum
berkladauðanum, sem er með lægsta móti.
Berkladauðinn sundurliðast þannig (tölur síðastliðins árs í svig-
um): Úr lungnaberklum dóu 119 (100), berklafári 6 (7), eitlatæringu
1 (0), beina- og liðaberklum 3 (6), heilahimnuberklum 23 (27),
berklum í kviðarholi 4 (3), berklum í j)vag- og getnaðarfæruin 1 (3)
og í öðrum líffærum 0 (3).
Á töflu X er yfirlit yfir berklarannsóknir á skólabörnum í 30
læknishéruðum og nær til 7802 barna. Þar af reyndust 1779
eða 22,8% berklasmituð, sem er nokkru lægri tala en áður.
Lækkar Reykjavík töluna, en hún er nú í fyrsta sinni með, og er
berklasmitun skólabarna þar 21,6%. Mest er smitunin í Reyðarfj.
(50%) og þar næst í Vestmannaeyjum (42,3%), en lægst í Hofsós
(11,1%), Dala (11,8% og Borgarfj. (11,9%). Allt of margir héraðs-
læknar láta undir höfuð leggjast að framkvæma þessar einföldu
berklarannsóknir, og skila nú 5 færri skýrslum en síðastliðið ár. Má
það ekki koma fyrir, að niður falli þessar fróðlegu rannsóknir, svo
vel sem þær hafa byrjað og svo nauðsynleg undirstaða sem þær eru
undir víðtækar berklarannsóknir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Virðist minnka með hverju ári. Hrein undantekning að
hitta fyrir lungnaberkla á háu stigi.
Skipaskaga. Á veikinni hefir borið með minnsta móti á árinu, þrátt
fyrir mislingana. Að vanda voru öll skólabörn Pirquetprófuð. Af 251
barni á Akranesi voru 68 4-. 8 börn, er áður voru -h reyndust
nú +. f sveitunum voru af 58 börnum aðeins 7 +•
Borgarfj. Berklaveiki varð lítið vart. Sumir hreppar héraðsins virð-
ast lausir við berklaveiki. Á 5 kennslustöðum voru börnin öll Pirquet
-5-, og í einum stærsta hreppnum hafa börnin öll verið Pirq. -r- síðan
1932, þegar prófið var fyrst gert, nema 1 barn, sem var ættað úr
Reykjavík og átti þar heima fyrstu ár æfinnar.
Borgarnes. Berklaveiki hér mjög fátíð sem stendur, og munu fáir
li§S.Ía a berklahælum héðan eða menn, sem eru heimilisfastir hér.
Dálítið ber á eitlabólgu, en ég hygg, að það stafi oft frá skemmdum
tönnum, sem gnægð er af hér um slóðir. Pirquetrannsókn á skóla-
börnum í Borgarnesi ca. 16% +. Sömuleiðis gerð Pirquetrannsókn í
einum hreppi í sveitinni, útkoma þar 40%, en þetta er ekki vel að
marka, börnin svo fá, og ég varð að fara eftir umsögn aðstandenda,
hvað útkomu snertir — gat ekki skoðað þau sjálfur.