Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 53
51
Keflavíkur. Töluvert hefir verið undanfarin ár af hiluskirtlabólg-
um, en flestum þó batnað á fremur stuttum tíma í ljósum.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
1 sjúklingur skráður í Fljótsdals og um annan getið í Þistilfj.
Læknar láta þessa getið:
Þistiljj. Kom fyrir á 1 sjúklingi, en var elcki greind hér heima.
Sjúkdómurinn var í byrjun, þegar sjúklingurinn fór suður af öðr-
um ástæðum.
Fljótsdals. 1 sjúklingur skráður. Var með ígerð út frá tannbrotum
í miðkjálka. Það reyndist vera actinomycosis. Igerðin var skafin
út og tannbrotin tekin. Fullur bati, að því er virðist.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjötdi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Á Laugarnesi 34 32 27 24 21 19 19 22 19 18
í héruðum . . 10 9 11 11 10 8 8 9 7 7
Samtals .... 44 41 38 35 31 27 27 31 26 25
Á mánaðarskrám er aðeins getið um 2 sjúklinga, í Akureyrar og
Ólafsfj.
Utan sjúkrahúsa er getið um 7 sjúklinga í þessum héruðum:
Hóls: 1 (kona 80 ára).
Ólafsfj.: 1 (karl 52 ára).
Akureyrar: 1 (karl 79 ára).
Húsavíkur: 2 (karl 55 ára, kona 61).
Vestmannaeyja: 1 (kona gömul).
Grímsnes: 1 (karl 67 ára).
Læknir Laugarnesspítalans lætur þessa getið:
Sjúkl., sem dó, var Ó. F.-dóttir, 31 árs, frá Iðu í Biskupstungum,
hinu alkunna holdsveikisbæli. Faðir hennar, föðurbróðir og amma
dóu hér á spítalanum, og bróðir hennar dvelur hér, kom 1934. Kom
hún hér 14 ára gömul 1918. Var hún einnig berklaveik (phthisis) og
var lengst af rúmföst, eftir að ég tók hér við. Banamein var uraemia,
Sectio ekki gerð (vegna aðstandenda).
Á árinu hafa ekki farið fram neinar sérstakar aðgerðir. Fjöldi
sjúkl. hefir eins og áður verið undir hendi augnlæknis, sumir að
staðaldri, aðrir undir eftirliti.
Reynt hefir verið á árinu nýtt franskt lyf. Frönskum lækni hefir
tekizt að rækta holdsveikisgerilinn og búið til bólusetningarlyf. Þegar
ég las um þetta, þá skrifaði ég laboratoríinu, sem býr lyfið til, og fekk
allmikla sendingu ókeypis. Árangur sést lítill enn.
Á starfsliði spítalans hefir engin breyting orðið á árinu.
Læknar láta að öðru leyti þessa getið: