Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 54
52
Ólafsfi. Holdsveikissjúklingur sá sami og undanfarið. Er við góða
heilsu, og ber ekki á neinu athugaverðu við hann, fram yfir það.
sein verið hefir.
Fljótsdals. Holdsveiki óþekkt í héraðinu.
Grímsnes. 1 sjúklingur á skrá, sami og undanfarin ár.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 46 43 30 12 11 10 15 16
Dánir ....... 8 10 8 6 11 6 6 4
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám. Á árs-
yfirliti yfir sullaveiki, sem borizt hefir úr öllum héruðum nema úr
Rvík, er getið um 20 sullaveikissjúklinga, alla nieð lifrar- og kvið-
sulli, nema 2 með lungnasulli og með sulli í beinum. Langfiest er
þetta gamalt fólk með forna sulli. Þó er getið um 1 mann 24 ára
í Hólmavíkurhéraði.
Hér fer á eftir skrá yfir sjúklinga þá, sem skýrt er frá í ársyfirlitinu:
Borgarfj.: 1 (kona 77 ára).
Borgarnes: 1 (kona 62 ára).
Stykkishólms: 1 (karl 51 árs).
Dala: 1 (kona 66 ára).
Hólmavíkur: 1 (karl 24 ára).
Miðfj.: 1 (kona 80 ára).
Ólafsfj.: 1 (kona 48 ára).
Akureyrar: 1 (karl 61 árs).
Þistilfj.: 1 (karl 59 ára).
Fljótsdals: 2 (karlar, 74 ára og á öðrum aldur ekki greindur).
Berufj.: 1 (karl, aldur ekki greindur).
Hornafj.: 1 (karl, aldur ekki greindur).
Vestmannaeyja: 1 (karl 43 ára).
Rangár: 3 (konur 53, 74 og 78 ára).
Síðu: 2 (konur 73 og 85 ára).
Eyrarbakka: 1 (karl 85 ára).
Á sjúkrahúsum er aðeins getið á árinu 8 sullaveikra sjúklinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hundahreinsun fór fram í öllum hreppum.
Borqarnes. 1 sjúklingur.
Dala. Árin 1929—32 er enginn skráður með sullaveiki. Siðan hefir
hún komið í Ijós i 2 gömlum konum. Er nú önnur þeirra dáin, en
hin hefir fengið lækningu. Almenningur rengir ekki, að hættan stafi
af hundunum, gætir meiri varúðar í umgengni sinni við þá, þó að langt
sé frá, að hundahaldið sé með þeim hætti, sem vera ætti, og reynir
að láta þá ekki ná í sulli úr fé. Mér vitanlega kemst enginn hundur
undan hreinsun. í sláturfé ber minna og minna á sullum með
hverju ári.
Hóls. Hundahreinsanir fara fram árlega.
1935 1936
6 11
3 3