Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 55
53
Ögur. Hundahreinsun fer fram í öllum hreppum einu sinni á ári,
og yfirleitt mun þess vel gætt, að hundar nái ekki að eta sulli.
Reykjarfi. Mjög lítið um sulli í sauðfé. Hundahreinsun framkvæmd
reglulega á 2 stöðum i hreppnum.
Hólmavikur. Sullaveikur reyndist 1 maður, 23 ára. Var það recidiv.
Blönduós. Fyrir allt héraðið er 1 hundahreinsunarmaður, og rækir
hann starf sitt ágætlega. Talsvert finnst af netjasullum í sláturfé á
Blönduósi, en mjög lítið af öðrum sullum.
Öxarfj. Hundahreinsanir voru í meira ólagi en vant er. Víst er, að
höfuðsótt er horfin úr sauðfé að mestu, ef hún þá kemur fyrir.
Lifrarsullir í fé sjást nú sjaldnar og sjaldnar. Netjusullir voru síðast-
liðið haust með minnsta móti, og mér virðist þeim fækka alltaf.
Þistilfj. Kom fyrir í 1 sjúklingi grafinn lifrarsullur. Opnaði ég hann,
og tórði maðurinn. Hundahreinsanir fara árlega fram. Töluvert ber
á sullum i fé (lifur og netju), en höfuðsótt er aldrei minnst á. Segja
eldri menn mér, að hún hafi verið algeng hér fyrr.
Fljótsdals. 2 menn skráðir með sullaveiki í árslok.
Hornafj. 1 sjúklingur, dáinn á árinu, 70 ára karlmaður, talinn hafa
echinococcus hepatis, en hefir fallið af skrá. Hundahreinsanir fara
fram líkt og áður. Við athugun í sláturshúsinu síðastliðið haust töld-
ust sullir vera í ca. 4% af fénu, og er það talsvert meira en ég hafði
búizt við og alls ekki lítið, þegar að því er gáð, að flest þetta fé er
lambfé. Langoftast er aðeins 1 sullur í hverri kind, en lifrarsullir
sáust alls ekki.
Iiangár. Fer árlega minnkandi, eftir því sem gamla fólkinu fækkar.
Grímsnes. Sullaveiki hefi ég ekki orðið var við á árinu. Hunda-
hreinsun fer fram árlega.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Skráð er aðeins 1 tilfelli í Rangár, en auk þess fannst hreiður í
Keflavíkur, og vitað er um annað í Hesteyrar.
Á Röntgendeild Landsspítalans leituðu 2 sjúkl. lækninga við geitum.
Læknar láta þessa getið:
Ögur. Sjúklingar þeir, er skráðir voru síðastliðið ár, fluttust aftur
burtu í maímánuði og dvelja nú í Hesteyrarhéraði.
Fljótsdals. Geitur elcki til í héraðinu.
Keflavíkur. Geitur fundust á einu heimili á barni, sem var undir
læknishendi í Landsspítalanum. Þegar betur var að gáð, fannst vottur
í 2 öðrum börnum og móður.
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 329 345 279 109 102 164 160 198 249 328
Á kláða ber með meira móti þetta ár, og gengur seint að uppræta
hann. Tefur eflaust nokkuð fyrir almennum aðgerðum, sem sumum