Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 58
5fi
Borgarnes. 1 sjúklingur.
Dala. Kona 68 ára með ca. recti. Kona 77 ára með ca. ventriculi.
Dóu báðar heima. Kona 47 ára með ca. maminae. Ég tók brjóstið.
Virðist albata. Maður 59 ára með ca. ventriculi. Tekið stykki úr
maganum í Reykjavík. Hress í árslok. Maður 36 ára með sa. hepatis.
Kviðrista í Landsspítalanum. Dó undir árslok.
Reykhóla. 1 sjúklingur. Dó.
Flateyjar. 4 tilfelli, þar af 2 utan héraðs.
Bíldudals. Á sjúkraskrá er getið um eina konu, sem ég og fleiri
töldum hafa ca. ventriculi. Var hún send á sjúkrahús og var þar um
hríð, án þess að nokkur aðgerð færi þar fram. Nú er konan komin
heim aftur, að vísu mesti aumingi, en þó hressari en fyrr, og verður
maður víst að kannast við, að sjúkdómsgreining hafi elcki verið rétt.
Þingeyrar. 40 ára kona í Mýrahreppi hafði ca. mammae. Kom það
í ljós, er læknir var sóttur til hennar að barnsburði. Gerði ablatio
mammae. Síðar recidivum & metastasis. Dó á árinu. 62 ára karl-
maður hafði ca. palpebr. inf. Opereraður, ekki recidivum in loco.
Síðar hefir komið fram metastasis in hepate. Hefir fótavist, en
hnignandi heilsufar.
Ögur. Varð 4 sjúklingum að bana á þessu ári. Allir óskurðtækir,
þegar þeir leituðu læknis í fyrsta sinn og allir dánir innan 2—7
mánaða. Auk þessara sjúklinga hefir 1 sjúklingur óvart fallið af
mánaðarskrá, karlmaður, 50 ára, með c. lab. inf. Sendur á sjúkrahús
og fékk fullan bata.
Hólmavíkur. 2 sjúklingar deyja úr krabbameini, hvorttveggja gam-
alt fólk, annar í lifrinni, en hinn í brjósthimriu eða lungum.
Miðfj. 2 nýir sjúklingar skráðir á árinu, báðir með ca. ventriculi,
og dóu báðir á árinu. Voru óskurðtækir.
Blönduós. Var að þessu sinni talsvert meira áberandi en undan-
farin 2 ár, því að 4 nýir sjúklingar voru skrásettir. Einn þeirra,
44 ára kona, hafði ca. uteri og var send til Reykjavíkur. Nú ein-
kennalaus. Önnur kona kom með mjög stórt krabbainein í brjósti
og tilheyrandi eitlum, og var gerð á henni róttæk aðgerð. Dó rétt á
eftir. Ennfremur dóu hér á sjúkrahúsinu kona á áttræðisaldri og
maður rúmlega tvítugur úr ca. ventriculi. Einkenni hans voru all-
ljós, og sjúkdómurinn hafði mjög hraðan gang, en ekki var líkið
krufið, enda var ég þá í Reykjavík, er hann lézt. Bróðir þessa manns
dó hér á sjúkrahúsinu árið áður en ég kom í héraðið og hafði, að
því er mér hefir sagt verið, mjög svipuð einkenni.
Sauðárkróks. Krabbameins hefir orðið vart með mesta móti. Alls
dóu 7 manneskjur í héraðinu úr þessum sjúkdómi, þar af 1 úr Hofs-
óshéraði.
Hofsós. 3 nýir sjúkl. skráðir, en fyrir vangá féll 1 af skrá í janúar.
Ólafsfj. 1 sjúklingur með ca. vesicae inoperabilis dó á árinu.
Svarfdæla. Annar þeirra tveggja sjúklinga, sem skráðir voru í
fyrsta sinn á árinu, dó, — sextug kona. Hinn, rúmlega fimmtugur
karlmaður, hafði upphækkað fleiður á neðri vör. Histologisk diagnosis
var cancroid. Var gerð exstirpatio tumoris á Landsspítalanum og geisl-
að á eftir á Röntgenstofunni. Telst nú albata.