Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 63
61
er allt of lítill. Ég hefi nú í smíðum nýja og einfalda heygrímu, sem
á að ráða bót á þessum galla hinna eldri gríma, hvernig sem hún
rej'nist. Ég hefi gegnlýst ýmsa menn með heymæði og séð greinilega
pneumoconiosis hjá sumum þeim, sem lengi hafa verið í heyjum.
Þar sem leir er í heyjunum, getur myndast hrein og hein silicosis i
iungum þessara manna, og hefi ég slíkan mann hér á Blönduósi, sem
hefir greinileg steinlungu og er algerður öryrki, rúmlega sextugur,
enda er ekki gómstór blettur í lungum hans óskemmdur. Ég álít, að
heymæði geti verið merkilegt rannsóknarefni fyrir íslenzka sveita-
lækna, og er mikil þörf á því, að reynt sé að fyrirhyggja hana.
13. Quinckes oedema.
Hróarstungu. 2 tilfelli.
14. Rachitis.
Dala. 3 ný tilfelli af beinkröm, allt sveinbörn, 2 á fyrsta ári, 1 á
öðru ári, sem jafnframt hafði tetani. Meðferð: Kalk, fosfórlýsi, vigan-
tol. Fer heldur í vöxt, að börnum sé gefið þorskalýsi frá hálfsmán-
aðaraldri.
Ögur. Fáein tilfelli, öll á mjög lágu stigi.
Blönduós. Ég hefi á þessu ári séð 1 talsvert slæmt tilfelli af i-achitis
á 16 mánaða gömlum dreng hér á Blönduósi. Hann var með opna
fontanellu, rósinkrans etc. og nijög fölleitur. Hann hafði bæði haft
nóga mjólk og einnig lýsi, en ég sannfærðist um það snemma á mín-
um læknisárum, að sum börn fá rachitiseinkenni, þótt þau hafi þá
aðbúð og það fæði, sem nægir flestum öðrum börnum.
Fljótsdals. Sjaldgæf veiki hér, neina þá e. t. v. á mjög lágu stigi.
Þorskalýsi er talsvert notað vetrarmánuðina.
Norðfi. 5 sjúklingar — allt vægt. Mun beinkröm ekki vera óalgeng
á lágu stigi. Ósjaldan sjást vestigia á skólabörnum.
Vestmannaegja. Gerir alltaf vart við sig í héraðinu.
15. Rheumatismus musculorum.
Rcgkjarfj. Er mjög algengur og þrálátur kvilli hér, og mun oftast
valda því strit og' erfiði, samfara vosbúð og köldum og rökum húsa-
kynnum.
16. Ulcus cruris.
Hróarstungu. Ekki óalgengt.
17. Urticaria.
Hróarstungu. Hefir sést nokkrum sinnum.
D. Kvillar skólabarna.
Töflur IX og X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa nú borizt úr öllum læknishéruð-
um og ná til 12719 barna.
Af þessum 12719 börnum voru 7 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 0,6%o. Önnur 171 þ. e. 13,4%0,
voru að vísu talin berklaveik. en ekki smitandi og leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 1617 börnum eða 12,7% og kláði á 51 barni i
13 héruðum þ. e. 4,0%o. Geitur fundust í einu harni, svo að getið sé.