Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 64
62
Við skoðunina ráku læknar sig á 1818 börn með ýmsa aðra næma
kvilla, þ. e. 14,3%. Þar af flest í Reyltjavík, og er þess að gæta, að
farsóttatölur skólabarna þaðan og annarsstaðar af landinu eru ekki
sambærilegar, því að í Reykjavík munu öll börn talin, er veiktust á
skólatímanum, en annarsstaðar aðeins þau, sem veik voru, er skóla-
skoðun fór fram. í Reykjavík eru talin 1708 börn með farsóttir, eða
50%, og eingöngu með mislinga (1510) og skarlatssótt (198), en í
öðrum héruðum samtals 110 börn eða 11,8%« og skiptust kvillar
þeirra sem hér segir:
Angina tonsillaris................... . 19
Catarrhus resp. acut.................... 68
Febris rheumatica ....................... 1
Gastroenteritis acuta ................... 2
Impetigo contagiosa...................... 9
Pneumonia catarrhalis ................... 1
Searlatina .............................. 3
Varicellae .............................. 7
Samtals 110
Tannskemmdir höfðu 9107 börn eða 71,6% (í Reykjavík 64,5%,
utan Reykjavíkur 74,2%). Þess er að gæta, að í Reykjavík munu
aðeins vera taldar skemmdir í fullorðinstönnum barna.
Berklarannsókn fór fram á samtals 7802 börnum í 30 læknishér-
uðum, þannig, að heildarskýrsla yrði gerð um, sbr. töflu X og um-
sagnir héraðslækna um berklaveiki í kafla III, B, 2 hér að framan.
Um heilsufar skólabarna láta læknar að öðru leyti þessa getið:
Rvík. Miðbæjarskólinn: Börn alls 1445. Holdafar og útlit er talið
gott hjá 523, meðallagi hjá 833, en slæmt hjá 740. Eitlabólgu höfðu
890, þar af 39 milda bólgu. Hryggskekkja er talin hjá 75, en blóð-
leysi hjá 308. — Austurbæjarskólinn: Börn alls 1887. Eitlabólga smá-
vægileg hjá 425. Hálseitlar stækkaðir hjá 91. Hálseitlar teknir úr
243. Hryggskelckju höfðu 205, og voru þau öll í Klappsæfingum.
Hjartasjúkdómar fundust hjá 25, sjóngallar hjá 88, málgallar hjá
24 og heyrnardeyfa hjá 85.
Hafnarff. Tannskemmdir skipa öndvegi. Tonsillitis og adenoid-
vegetationes eru algengir kvillar. Hryggskekkja er ekki tíð. Blóð-
leysi minna en áður, enda er börnunum gefið lýsi. Lús og nit er því
iniður útbreiddur kvilli.
Skipaskaga. Tannskemmdir 286, nit 50, kláði 1, eitlaþroti 78,
kokeitlaauki 26, hryggskekkja 7, sjóngallar 11, heyrnarsljóleiki 3,
hordeolum 2, blóðleysi 16 (309 börn alls).
Borgarff. Heilsufar barnanna var gott, gátu öll notið kennslu. Mjög
mikið er um tannskemmdir. Margir gefa börnum sínum lýsi.
Borgarncs. Skoðuð 147 börn, flest hraust. Engir finnanlegir berklar.
Engu vísað úr skóla, nema einu barni með kláða nokkra daga. Engir
slæmir kvillar komu upp i skólanum, og ekki gætti óþrifa að ráði.
Eitlaþroti eða eitlaauki 51.
Ólafsvíkur. Eitlaþroti á hálsi bjá 123 börnum (af 211), anaemia 16,
scoliosis 4, stækkaðar tonsillae 29, minnkuð sjón 18, heyrnardeyfa (á