Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 66
64
Á 118 börnum voru kvillar eins og hér segir: KláÖi 3, kvefsótt 15,
hálsbólga 2, stækkaðir kokkirtlar 12, stækkaðir kok- og nefkirtlar
2, hryggskekkja 3, bólgnir hálseitlar 8, sjóngallar (myopia) 2, slæin
heyrn 1, flogaveiki (epilepsia) 1.
Miðfj. Auk þeirra kvilla, er getur á skrá, höfðu 38 skólabörn eitla-
þrota, 31 höfðu kirtilauka í lcoki, 4 létta scoliosis, 4 kyphosis, 8
bronchitis, 2 blepharitis, 2 anaeinia, 2 seq. poliomyelit., 1 keratosis
palmaris et plantaris, 1 eczema, 1 impetig'o contagiosa, 1 ankylosis
genus, 1 heyrnardeyfu (168 börn alls).
Blönduós. Tannskemmdir sem fyrr algengasti kvilli skólabarna. Þó
munar þar miklu á einstökum skoðunarstöðum eða frá 10% á Hofi
á Skagaströnd upp í 100% á Torfalæk. Beztar eru tennur í utanverð-
um Vindhælishrcppi. Lúsin er einnig mjög misjöfn, og var hún
langminnst á Blönduósi. Þar höfðu 7,9% nit, en Vindhælishreppur
komst upp í 58,7%. Þriðji algengasti kvillinn er sjóngallar af ýmsu
tagi, einkum nærsýni og sjónskekkjur. Sjóngalla höfðu 49 hörn (201
barn alls) eða 24,4%. Líkamsgallalaus voru 48 börn eða 23,9%, en
likamsgallalaus og lúsalaus að auki 29 eða 14,4%. Að öðru leyti
fannst: Scoliosis 11, rachitiskar rifjaskekkjur 15, flatt brjóst 10,
eitlaaukar í koki 6, kirtlaþroti á hálsi 5, blepharitis 4, blóðleysi 3,
strabismus 3, psoriasis 3, málgallar 2, hjartagallar 2, heyrnardeyfa
1, hernia ingvin. 1, cicatrix 1, bronchitis 1, hyperthvreoidismus 1,
paresis p. poliomyelit 1.
Sauðárkróks. Skakkbak 18, stækkaðir kokeitlar 81 (294 börn alls).
Hofsós. Sjóngallar hjá 4 (af 149) og kláði á 6, og var þeim vikið
úr skóla á meðan lækning stóð yfir. Lúsin þaulsætin í barnaskólunum.
Ólafsfj. Yfirleitt voru börnin öll sæmilega hraust. Einu barni varð
þó að víkja úr skóla um tíma vegna gruns um berklasmitunarhættu.
Svarfdæla. Alveg verður lúsinni varla útrýmt, nema haft sé stöðugt
eftirlit með skólum og lúsaheimilum, en mikið hefir þó dregið úr
lúsaófögnuðinum síðan skólaeftirlitið hófst. Seborrhoea 24 (af 223
alls), 2 börn höfðu gibbus post spond. tbc., 1 mikla hryggskekkju
vegna afleiðinga mænusóttar. Auk þess höfðu 7 börn litla en greini-
lega hryggskekkju og 57 talin hafa örlitinn vott, sem að vísu var
vafasamur á sumum. Vestigia rachitidis höfðu 15, ekki nema 1 til
muna. Eitlaþroti finnst nálega á hverju barni við vandlega leit, en
ekki Arar hann teljandi nema á 16, og á engu mikill. Eitlingaauki var
mikill á 1 barni, auk þess talsverður á 15, lítill ekki talinn. Kok-
eitlaauki var á 5, ekki mikill nema á 1. Sjónargalla höfðu nokkur
börn, svo að háði þeim við náin. Flest þeirra höfðu fengið gleraugu
og sáu vel með þeim, hinum vísað til augnlæknis til nánari skoðunar
og aðgerða. 1 barn hafði otitis media chron. supp. á öðru eyra og
heyrði ekkert með því, en mjög vel með hinu, svo að það bagaði ekki
heyrnarleysi við námið, og yfirleitt voru ekki þau brögð að heyrnar-
leysi á neinu barni, að hindraði nám. Aðrir kvillar en taldir hafa
verið hér að ofan: Anaemia 4, blepharitis 1, macula corneae 1,
oxyuriasis 1, periostitis calc. 1, psoriasis 2.
Höfðahverfis. Af 28 börnum höfðu 5 hypertroph. tonsill. og 2
scoliosis.