Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 68
66
Síðu. Af 82 skólabörnum 11 með stækkaða kokkirtla, 8 með eitla-
bólgu á hálsi, 8 með hryggskekkju, auk þess fáein með hvarma-
bólgu, flösu í hári o. fl. smákvilla. Skólabörn eru vissulega orðin
jafnari að hreysti en þau voru fyrir fáum árurn. Mun það því að
þakka, að húsakynni eru jafnbetri og ekki síður hinu, að börnum
er nú gefið miklu meira af þorskalýsi en áður var.
Vestmannaeijja. Helztu kvillar skólabarna í barnaskólanum (512
þörn): Eitlaþroti 29, eitlaauki 12, skakkbak 29, nærsýni 5, heyrnar-
deyfa 6, strabismus 3, blóðleysi 7. í skóla adventista (46 börn):
Eitlaþroti 4, eitlingaauki 2, blóðleysi 2, skakkbak 1. Nemendur gagn-
fræðaskólans (52) höfðu góðan líkamsþroska og reyndust yfirleitt
heilsugóðir.
Rangár. Börnin yfirleitt hraust. Hjá engu fundust næmir sjúk-
dómar. Annaðhvert barn með meira eða minna skemmdar tennur.
Eijrarbakka. Ambustio 4, appendicitis chron. 1, contusio (nærri
öll tilfellin framan á fótleggjum) 53, distorsio 1, eczema 5, furun-
culus 3, hemicrania 1, herpes labialis 4, hypermetropia 2, hyper-
trophia tonsill. 15, impetigo 1, keratosis genus 1, myopia 3, otit. med.
chron. 1, polyarthrit. chron. 1, psoriasis 1, strophulus 6, verrucae 28,
vuln. contus. 40, vuln. incis. 8, 4. og 5. tá vinstra fótar samvaxnar á
1, litblind á rauðan og grænan lit 3 drengir, þannig, að 2 af þeirn
greindu ekki grænu deplana á spjöldum Ishihara, eins og tíðast er
á litblindum, en 1 þeirra sá ekki hina rauðu (341 barn alls).
Keflavíkur. 3 börnum vísað frá um tíma vegna berklagruns. Tölu-
vert var af rhinitis og bronchitis. Nokkuð bar á scrophulosis og þar af
leiðandi blepharitis. 5 voru með scoliosis, þar af 4 með vott, anaemia
1, psoriasis 1, urticaria 1, impetigo 1 (435 börn alls).
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og fjölda ferða til læknisvitjana geta læknar
í eftirfarandi héruðum :
Tala sjúkl. héraðsbúum Ferðir
Skipaskaga 846 37,9 —
Borgarfj 920 69,6 133
Borgarnes 950 62,4 76
Ólafsvíkur 782 48,7 63
Dala 503 34,2 96
Flateyjar 210 46,5 —
Patreksfj 1416 92,5 26
Bíldudals 266 44,6 13
Flateyrar 148 11,6 5 (3 mán.)
Þingeyrar 600 52,1 34
Hóls 500 65,3 —
Beykjarfj 200 39,7 35 (6 mán.)
Hólmavíkur . . . . 450 37.5 44
Miðfj 836 44,3 —
Hofsós 768 53,0 92