Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 69
67
% af
Tala sjúkl. héraðsbúum Ferðir
Svarfdæla 646 35,8 67
Höfðahverfis . . . . 116 18,4 18
Reykdæla 325 27,2 43
Öxarfj 650 61,6 40
Vopnafj 494 65,1 37
Hróarstungu 151 13,7 33
Seyðisfj 790 66,3 —
Norðfj 730 46,9 —
Berufj 254 29,3 36
Hornafj 750 66,6 63
Síðu 391 42,7 72
Eyrarbakka 1024 33,4 109
Grímsnes 877 47,0 148
Sjúklingafjöldinn í þessum héruðum jafnar sig upp með að vera
46,9% af íbúatölu héraðanna. Ferðirnar eru að meðaltali 58,5.
A töflum XVI og XVII sést aðsóknin að sjúkrahúsunum á árinu.
Legudagafjöldinn er enn nokkru meiri en árið fyrir 396488 (389111).
3,4 sjúkrahússlegudagar koma á hvern mann í landinu (1935: 3.4), á
almennu súkrahúsunum 1,7 (1,7) og á heilsuhælunum 0,92 (0,92).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjukrahús-
um á árinu, flokkast þannig (tölur síðasta árs í svigum):
Farsóttir ( 4,9 %)
Kynsjúkdómar . . 1,7— ( 2,0- -)
Berklaveiki . . 10,8— (12,2- -)
Sullaveiki 0,2— ( 0,3 -)
Krabbamein og illkynjuð æxli . . . . 2,7— ( 2,8- -)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h . . 11,2— ( 9,9- -)
Slys 6,9— ( 6,7- -)
Aðrir sjúkdómar . . 62,0— (61,2- -)
F. Augnlækning'aferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12. 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Sveinn Pétursson, augn-
læknir í Reykjavík um Suðurland, Kristján Sveinsson, augnlæknir
í Reykjavík, um Vesturland, Helgi Skúlason, augnlæknir á Akureyri,
um Norðurland og Guðmundur Guðfinnsson, héraðslæknir á Fáskrúðs-
firði, um Austurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Sveinn Pétursson:
Vestmannaeyj ar : (Viðdvöl 5 dagar). Sjúklingar 114. Allur
þorrinn kom vegna ýmiskonar sjóngalla, er bætt varð úr með hæfi-
legum glerjum. 15—20 manns voru með byrjandi cataracta, þó ekki
hæfan til uppskurðar. Enginn kom með óuppgötvaðan glaucom- sjúk-
dóm, en þó nokkrir ópereraðir, og virtist óperationin hafa komið að
tilætluðum notum. Nokkur börn á aldrinum 2—12 ára fann ég með
strabismus, öll vegna sjóngalla, sem ég leiðrétti.