Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 73
71
Sjúkdómur : Debilitas (slit og veiklun).
Félagslegar ástæður : Örbirgð og ómegð.
2. 37 ára, g. rithöfundi í Reykjavík. Komin 6—7 vikur á leið. 3
fæðingar og 1 fósturlát á 12 árum. Fjárhagsástæður slæmar.
Ibúð: 2 herbergi.
Sjúkdómur: Bronchitis chronica. (Var áður grunuð um
berklaveiki). Debilitas.
Félagslegar ástæður: Fátækt og erfiðar heimilisástæður.
3. 35 ára, g. bílstjóra í Reykjavík. Komin 3—4 vikur á leið. 4 fæð-
ingar á 9 árum. Fátækt. Sjúkdómar á heimilinu. íbúð: 2 her-
bergi og eldhús.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Nephritis með augnsjúkdómi
á síðasta meðgöngutíma.
Félagslegar ástæður: Fátækt og erfiðar heimilisástæður.
4. 20 ára, óg. vinnukona. Komin 8 vikur á leið. Vanfær í fyrsta sinn.
Sjúkdómur: Coxitis tuberculosa.
F’élagslegar á s tæ ð u r : Fátækt og umkomuleysi.
Sjúkrahús Akureyrar:
5. 30 ára, óg. verkakona á Akureyri. Komin 7 vikur á leið. 1 fæð-
ing fyrir 3 árum. Þurfalingur. íbúð: 1 herbergi.
Sjúkdómur: Morbus cordis (endocarditis).
Félagslegar ástæður: Fátækt og umkomuleysi.
6. 22 ára, óg. vinnukona á Akureyri. Komin 5 vikur á leið. Vanfær
í fyrsta sinn.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Fyrir tæpu ári tentamen
suicidii.
Félagslegar ástæður: Fátækt og umkomuleysi.
7. 32 ára, g. verkamanni á Akureyri. 3 fæðingar á 0 árum. Fátækt.
íbúð: 2 herbergi og eldhús.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum & pleurae.
Félagslegar ástæður: Fátækt og umkomuleysi.
Vönun fór jafnframt fram á 5 könum (tbc. pulm. 2, pelvis
rachitica contracta 1, arthritis deformans 1 og toxicosis graviditatis 1).
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Á árinu hefir okkar læknanna verið vitjað til sængur-
kvenna 44 sinnum, ýmist til að herða á sótt eða deyfa í lok fæðingar.
6 sinnum voru börnin fædd, er læknir kom. Tvívegis var lögð á töng.
Annað skiptið hjá primipara vegna hydrocephalus hjá barninu. Fædd-
ist barnið með lífi, en dó eftir 5% tíma. Konn heilsaðist vel. Hitt
skiptið var hjá primipara með sitjandafæðingu. Barn kom lifandi,
og konu heilsaðist vel. Að öðru leyti hafa fæðingar gengið ágætlega.
Eitt fósturlát konr fyrir hjá fjölbyrju í 2% nránuði. Eggið kom í
tvennu lagi.
Borgarfj. Var sóttur til 8 sængurkvenna. Ein konan hafði rnjög þrá-
látt sóttleysi. Thymophysin og pituitrin verkaði lítið á hana og ekki
nema rétt í svip. Gaf ég henni þá kínín, 0,50 grm., og brá þá svo við,
að sótt varð góð, og barnið fæddist von bráðar. Síðan hefi ég notað
kínín nreira en áður og gefizt vel.