Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 80
78
en ég sá þau ekki. Tala hinna drukknuðu var 39. —- Tíðustu orsakir
slysa hér eru þær, að börn detta eða hrapa í stigum eða í klettum,
að járnsmiðir eða steinsmiðir fá flísar eða korn í augu. Henti það
einn mann, sem var að höggva grjót, að smá flís fór djúpt inn í auga.
Fór hann strax til specialista í Reykjavík, og varð að taka augað úr
honum. Ennfremur kemur fyrir, að menn stinga sig eða skera við
sláturstörf eða slík óhreinleg verk. Komast svo gerlar í sárið og
orsaka bagalegar bólgur og ígerðir. 2 hörn brenndu sig, skvettu á sig
sjóðandi vatni. Annað brenndist mikið á andliti og höndum, hitt á
læri og öðrum fæti. Greri.
Ólafsvikur. Drukknanir komu fyrir 4 í héraðinu. Drukknuðu 2
menn á Sandi, er þeir ætluðu á smábát (,,jullu“) út í mótorbát á
höfninni. Tók brimsogið ltænuna, og fengu þeir ekki við ráðið, enda
róið með aðeins einni ár. Þriðja slysið var drukknun af bát, á Stapa,
og hið 4. talið drukknun, en grunur um suicidium. — Önnur slys
voru helzt þessi: Fract. capituli radii, kona, 57 ára, datt á hæg'ri
handlegginn. Trauma oculi: Karlm., 26 ára, var að hamra járn, og
hrökk járnflís úr hamrinum í augað. Panopthalmia; enucleatio. Fract.
femoris: Karlm., 70 ára, blindur, datt á gólfið; consolidatio. Lux.
humeri: Kona, 43 ára, féll, er hún var að stimpast við kýr í fjósinu.
Ennfremur: Fract. costae 1, infractio radii 1. Vulnera 3. Com-
bustiones 3.
Dala. Engin stórslys, enginn lézt af slysförum, og enginn hlaut
varanleg örkuml. — Fract. claviculae 1: Karlm., 20 ára, féll af hest-
baki. — Fract. antibrachii 1: Piltur, 6 ára, féll af hestbaki. — Fract.
costarum (pneumathorax traumaticus) 1: Karlm., 50 ára, féll á
steinþrep. — Lux. humeri habitual. 1 : Stúlka, 19 ára. — Ambustio II
antibrachii 1: Kona, 60 ára, féll á eldavél. — Mar og tognun: 8, flest
smávægilegt. Orsakaðist á einum manni af því að hestur sló. 2 karl-
menn, 24 og 32 ára, urðu fyrir lengjum í uppskipunarbáti við hlið
e/s Esju og' mörðust og tognuðu nokkuð. —• Verkamenn hér kvarta
undan því, að skipshafnir strandferðaskipanna gæti oft lítillar var-
úðar, er þeir hleypa vörum í vindu niður í báta, og hafa áður komið
fyrir talsverð meiðsl á mönnum og hrot á bátum við þessa vinnu
hér á höfninni. Vulnera incisa 2, puncta 4. Stúlka, 18 ára, féll af hest-
baki á höfuðið, var ringluð og minnislítil fyrst á eftir.
Reijkhóla. Fract. femor. á 8 ára dreng.
Flateyjar. Stúlka í Skáleyjum ætlaði í mvrkri að ganga milli hæja
þar, örfá skref. Féll út af stétt og varð með hæg'ri fót föst milli
steina og' braut öklann.
Patreksff. Vulnera 40. Contusiones et distorsiones 36. Fract. 7.
Lux. 3. Corpora aliena 11. Coinbustiones 10. Congelatio 1.
Bíldudals. 3 menn drukknuðu í hvassviðrinu nóttina 15—16. sept.
Fóru þeir á litlum vélbát, ásamt fleiri bátum, í smokkróður frá Bíldu-
dal. Sagt, að báturihn hafi ekki verið vel úthúinn, enda hefir hvorki
hann né mennirnir komið fram. Contusio antibrachii 2. Combustio
genus 1, digiti 2. Fract. radii 2: Konur féllu á svelli og stungu hendi
niður. Fract. metacarpi digit. III et IV man. dextr. complicat. 1:
Sjómaður var að koma í gang vél á bát, og varð hendin fyrir sveiflu-