Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 81
79
hjólinu. Combustio antibrachii 1. Vulnera contusa 4, secta 2, puncta
2: Kona og drengur stungu sig á önglum.
Mngeijrar. Erlendir sjómenn, einkum Englendingar, vitja hér oft
læknis. Því nær öll alvarleg slys, sem fyrir koma í héraðinu, koma
í þeirra hlut. Eru þau, sem hér seg'ir: Vulnara incisa 4. Distorsiones
pedis 2. Combustiones 2. Fract. rad. 1, antibrachii 2 (önnur com-
plicata), costae 1, cruris 2 (önnur complicata). Contusio testis 1.
Contusio manus 1. Þessi slys gerast öll á sjó við botnvörpuveiðar.
Flest við sjálfar veiðarnar, en sárfá á siglingu. Tvö þessara tilfella
voru mjög alvarleg: Fract. antibrachii complicata var sökum mol-
unar á beininu svo alvarleg, að eigi var um annað að ræða en ampu-
tatio antibrachii. Hitt tilfellið var fract. cruris. complicata. Þar var
fyrst og freinst þrálát infection, lausar beinflísar, sem þurfti að taka
burt, og síðast mikil dislocation á beinendum, sem eigi varð við gert
nema með operation. Tók það alllangan tíma. Var sjúklingurinn að
lokum sendur burtu fullgróinn. Slys á innlendum mönnum voru
þessi: Combustiones 5. Vulnera incisa 4, contusiones 2. Fract. radii 2,
ulnae 1, tibiae 1. Distorsio cubit. 1. Corpus alienum oculi 1. Þessi slys
gerast undantekningarlaust öll á landi. Engin þeirra voru verulega
alvarlegs eðlis og því nær öll á börnum og gamalmennum.
Flateyrar. Einn maður féll út af bát við bryggju á Flateyri og
drukknaði. — 7 ára gamall drengur var að leika sér með hníf og
rak hann í hægra auga sér, svo að af varð allmikill áverki. Ég saum-
aði sárið saman eftir beztu getu og sendi drenginn daginn eftir áleiðis
til augnlæknis. Drengurinn heldur auganu, en sér aðeins skímu
með því.
Hóls. Sjómenn stinga sig mjög á önglum við að beita og gera að
lóðum. Stundum skera þeir sig á hnífum. Af öðrum slysum er 1
fract. radii á gamalli konu.
ísafi. 13 ára drengur, er var á skautum á Pollinum, féll í vök og
drukknaði. — 5 vikna barn kafnaði á þann hátt, að móðirin sofnaði
með það í rúminu. — 32 ára enskur sjómaður klemmdist milli skips
og hlera í ósjó og marðist til dauða. — 41 árs maður framdi sjálfs-
morð á þann hátt, að hann skaut sig.
Ögur. Fract. malleol. med. 1: Maður, er var að setja vélbát, hrasaði
og féll báturmn á hann. — Fract. femoris 1: Drengur, 8 ára gamall,
datt af hestbaki, lenti annað lærið á steini og brotnaði fyrir beinan
áverka. Sjúklingurinn var í öðru héraði (Barðaströnd), og kom ég
ekki til hans fyrr en á öðru dægri, enda var ég í ferð utarlega í mínu
héraði, þegar kallið kom. Var lærið mjög bólgið, en repositio gekk
greiðlega. Gipsumbúðir. Átti síðar að flytjast til héraðslæknis á
Reykhólum. — Fract. claviculae 1: Karlmaður datt af háum palli
við töðuhirðingu og bar fyrir sig hendina. — Suicidium: Morbus
mentalis. — Combustio II grad. 1: Olíuvél valt um koll, með potti af
heitu vatni, er skvettist yfir stúlku, og brenndist hún á mest öllu v.
læri og legg að framanverðu. Greri vel. Auk þess nokkur smá-slys,
brunar, stungur og smáskurðir.
Hesteyrar. 5 ára drengur í Hælavík beið bana af skotsári í kviðinn.
Maður kom heim af fuglaveiðum og lagði frá sér hlaðna haglabyssu