Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 85
83
verið kaldir og skeytingarlausir í meðferð skotvopna og skotfæra.
I sömu stofunni og þetta átti sér stað, voru 3 börn að sveima kring1-
um manninn, en það vildi til, að ekkert þeirra var fyrir framan hann,
er skotið reið af. 2) Maður var á rjúpnaveiðum. Hrökk patróna aftur
úr hlaupinu. Lenti hún með neðri röndina á lcinnbeinið og neðri
helming h. auga. Rifnaði iris. — Vulnera incisa 3: 1) 9 ára drengur
sleginn af hesti í hnakka og á ristina. 2) Kona var að ldjúfa tað
með undanristuspaða. Lenti spaðinn þvert yfir aðra ristina. 3) Mað-
ur í vegavinnu varð fyrir reku annars manns, og skarst sundur sinin
á hægra vísifingri dorsalt. — Ruptura recti ahdominis. 1: Stúlka
datt af hesti og lenti með kviðinn á þúfu. — Fract. costae 1: Maður
datt og lenti með síðuna á þúfu. — Ambustiones II. gr. 2: Kona var
að taka „dunkabrauð“ úr ofni. Sprakk lokið af, og lentu brauðslett-
ur á andliti og hálsi. — 5 ára drengur hvolfdi potti með sjóðandi
vatni yfir annan fótlegg og rist. Smásár og meiðsli 3.
Fljótsdals. Unglingspiltur drukknaði í Lagarfljóti niður um ís. —
Fract. antibrachii 2, claviculae 1. Nokkrar tognanir mör og smábrun-
ar. 2 lítilfjörleg skotsár: Patróna hljóp aftur úr lélegri byssu. Einnig
ýmiskonar smásár.
Seyðisfí. 2 fótbrot á sjómönnum, í skiptim. Annar lenti með fótinn
í mótorreim og bjargaðist lífs af við að reimin slitnaði. Hinn varð
fyrir höggi á fótinn af „togarahlera“ (útlendingur). — Þá urðu 2
slys af sleðaferðum: 14 ára stúlka renndi sér á símastaur, kastaðist á
staurinn og fékk luxatio coxae, og 8 ára drengur datt af sleða á hraðri
ferð og lærbrotnaði. — 30 ára karlmaður missti auga sitt á þann
hátt, að svarðarkvísl rakst í augað, perforeraði bulbus, svo að gera
þurfti enucleatio. — Ung' stúlka datt ofan í tóma síldarþró í hinni
nýju síldarbræðslustöð. Fékk cominotio cerebri og contusiones variae.
Norðfí. Smámeiðsli: Vulnera caesa 6, puncta 6, contusa et con-
tusiones 28, rupt. 1, sclopetar. 1. Combustiones 4. Corpora aliena 13.
Fract. diaphys. femoris. 1 (76 ára kona), antibrachii 1, ulnae 2,
malleoli 2, calcanei 2, part. horizontal. ossis palatini sin. complicata
1, phalang. digiti man. complic. 1, costae 6. Luxatio humeri infra-
glenoidal. sin. (habitualis) 1, cubiti sin. lateral. c. fract. epicondyli
interni 1. Distorsiones variae 6. Congelatio faciei 1. Commotio cerebri
1. — Skot hljóp úr byssu hjá unglingspilti. Lenti skotið fyrst í skot-
færakassa hans og þaðan í vinstri olnbogabót. Rifnaði á stói't þversár
og djúpt, sem blæddi ákaft úr. Hafði upphandleggur síðan verið
reyrður, en þegar bandið var tekið af, fór að blæða úr slagæð, og
varð ekki stöðvað fyrr en bundið var fyrir arteria brachialis. Sárið
var fullt af smáspýtum, pappírsgraut (úr forhlaði), auk haglanna.
Hreinsað eftir föngum. Seinna varð að skera til margra hagla. Eftir
varð fistill, sem ekki vildi gróa. Röntgenmyndir voru teknar af oln-
boganum, og kom þá í ljós, að enn voru 20—30 högl á ýmsu dýpi,
medialt og lateralt. Var síðan skorið til þeirra, sem bezt náðist til
og helzt voru talin valda útferð. Eftir það greri handleggurinn. —
Sjóðandi heitt vatn helltist yfir tveggja ára dreng í Mjóafirði, svo að
mikill hluti líkamans brenndist meira og minna. Blöðrur voru yfir
allt bakið og sitjandann og nærri allt vinstra extremitet, en roði víð-