Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 86
84
ast annarsstaðar á búk og útlimum. Dó eftir tæpa 2 sólarhringa. —
8 ára drengur drukknaði í mógröf.
Fáskrúðsfi. Mótorbátur fórst með aliri áhöfn, 4 mönnum, og 1 tók
út af öðrum bát. Annars nokkur smáslys.
Berufi. Meiri háttar slys: Fract. fibulae 1: Hestur, sem hljóp með
ríðandi mönnum, sló einn þeirra utan á fótlegg. — Fract. costae: Hest-
ur á hlaupum hnaut með manninn, svo að hann féll fram af hestin-
um, og steig þá hesturinn með annan framfót á hægri síðu hans.
Brotnuðu 2 rif, og blæddi allmikið inn í pleuraholið. — Fract. baseos
cranii: Sjúklingurinn datt af hestbaki á höfuðið ofan í frosna jörð,
fékk enga ytri áverka. Lá meðvitundarlaus í nokkra daga, en smá-
hresstist svo og varð jafngóður. — Combustiones 2: 1) Tveggja ára
gamalt barn klifraði upp á eldavél af stól og hellti yfir sig sjóðandi
vatni úr potti á eldavélinni. Brenndist allmikið á handleggjum, háisi,
brjósti og kvið. Fékk strax háan hita og seinna mikil gastroin-
testinal einkenni. Dó á 4. degi. 2) Þriggja ára barn datt á sitjandann
niður í pott með sjóðandi vatni. Brenndist allur sitjandinn upp að
mjóhrygg, perineum og scrotum. Batnaði fljótt og vel. — Vulnus
punctum 1: Stúlka kræktist á ryðgaðan járnkrók, er hékk niður úr
lofti í fjósi og var ætlaður til að hengja ljós á. Kræktist krókurinn
undir augnabrún og' ca 6 cm. inn og aftur með þakinu á orbita, en
virtist ekki hafa farið í gegn. Þetta hafðist vel við og batnaði fljótt.
— Vulnus incisum 1: Sjúklingurinn datt niður stiga í útihúsi og
lenti með hálsinn á horni á járnplötu, sem reis upp við vegg rétt xið
stigann. Skarst ca. 8 cm. langur skurður þvert framan á hálsinn, rétt
ofan við barkakýli. Lá skurðurinn upp og aftur með munnbotni og
aftur að koki. Þetta var saumað saman og greri vel. Minni háttar
slys voru heizt: Luxatio humeri 1. Combustiones 2. Vulnera puncta
5, contusa 6, incisa 4.
Hornafi. Fract. claviculae 1.
Síðu. Fract. coll. femoris 1 (gömul kona), claviculae 1, costae 1.
Lux. humeri 1. Contusiones et vulnera 8. Corpus alienum oculi 5, etc.
Mýrdals. Ungur maður úr Vík drukknaði af skipi fyrir Norðurlandi.
Fract. radii 1, costae 1, supracondylica humeri 1. — Kona lenti í bíl-
slysi og fékk fiss. ossis navicular. — Drengur meiddist á fæti, og var
gerð exarticulatio digiti min. pedis. Lux. humeri 1, cubiti 1. Com-
bustiones 2: Annar sjúklingurinn kona, sem er flogaveik. Hún féll
niður með pott með sjóðandi vatni í höndunum og brenndist mikið á
mjöðm, lærum og' fótum.
Vestmannaeijja. 3 hafa dáið af slysförum. — Gamalmenni 95 ára
skall ofan af háum tröppum, kom niður á hnakkann og fékk mikið
sár á hann. Voru tröppurnar hálar, en maðurinn blindur. Lenti mold
og annar óþverri í sárinu. Á 3. degi féltk hann heimakomu og dó á 5.
degi. — Mann tók út í ofsaveðri af vélbátnum Gottu, sem þá var að
síldveiðum fyrir Norðurlandi, og drukknaði maðurinn. Tók annan
inann út samtímis, en hann náðist kjálkabrotinn, og var fluttur á
Siglufjarðarspítala. 14 ára gamall piltur hrapaði til bana í Klifi.
Annar piltur, 14 ára gamall, sem hrapaði um leið úr sömu hæð,
fékk fract. baseos cranii, en lifði af og náði sér. Drengirnir höfðu,