Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 87
85
eftir því sem upplýstist við rannsókn út af slysinu, klifrað hátt upp í
Klifið og gengið þar út á grasi vaxinn stall utan í berginu, en stallur
þessi, eða grastó af honum, losnaði undan fótum þeirra, svo að þeir
hröpuðu. Hauskúpa hins fyrrnefnda var sundurmöluð. Kom með lífs-
marki í sjúkrahúsið, en dó þar eftir stundarfjórðung. Var áætlað, að
drenginir hefðu hrapað 30 metra í bjargflugi og síðan oltið um 80
metra niður bratta brekku. — Vélstjóri slasaðist á hendi um borð á
vélbátnum Helgu hér á víkinni. Var að hjálpa kvenfólki úr Esju í
vélbátinn, hrasaði á þilfari bátsins og greip með hægri hendi um öldu-
stokk bátsins. Urðu fingur hans á milli skipanna. Langatöng og' baug-
fingur hægri handar voru brotnir og sundurtættir. — 6 ára drengur
slasaðist á höfði. Stóð á burðarborði vöruflutningabifreiðar, sem var
að aka aftur á bak inn í fiskhús. Höfuð drengsins varð á milli stýris-
hússins að ofan og bitans yfir dyrum fiskhússins. Framtennur í neðri
kjálka tókust burtu. Var hakan flegin af kjálkabeini milli augn-
tanna um 6 cm. inn á beinið bert. Framtennur í efri gómi losnuðu.
Tungan allmikið sprungin að framan. Sárið hafðist vel við, — greri
fljótt. — Eglendingur, sjómaður 38 ára, slasaðist. Togvír slitnaði og
slóst í hægri hendi, skarst handarbakið þvert yfir og ofan í greip
milli þumalfingurs og vísifingurs. Skein í berar sinar. Saumað sam-
an. Greri fljótt. — 22 ára maður var að kveikja á primus í vélbátnum
Garðari. Kviknaði í olíunni, og kom eldblossi framan í andlit hans og
hendur. — Háseti á e. s. Botni frá Haugasundi var að smyrja vind-
una og skall .ofan í tóma lestina, sem nýbúið var að taka salt úr.
Fór úr liði á hægri mjöðm. — Bílstjóri rann á hálku, þegar hann var
að setja bifreið í gang og skall yfir sig. Brotnaði vinstri fótleggur
neðan miðju. Botnvarpa á togara festist í botni og var dregin upp.
Maður stóð fyrir framan togvinduna, og barst flatningsborð á hægri
fótlegg hans og braut hann íyrir neðan hné. — Fract. cruris dextr.:
Þjóðverji, sjómaður. Þegar verið var að kasta vörpunni, varð hann
fyrir stórsjó, sem kastaði honum á tröppurnar, sem eru upp á brúna.
Brotnaði hægri fótleggur neðan miðju. — Þegar verið var að kasta
út vörpunni á stjórnborða á þýzkum togara, skall kvika undir skipið,
og kastaðist hásetinn á fiskkassana klofvega. Fékk óbærilega verki í
punginn og blæddi úr limnum. Gat ekki kastað af sér þvagi. Fluttur
hér á sjúkrahús með ruptura urethrae. Batnaði. — Skipstjóri hér í
bænum slasaðist á hægra auga, þannig, að hann sér mjög lítið með
auganu. Atvikaðist slysið þannig, að hann sat inni í stýrishúsi vöru-
flutningabifreiðar hjá bifreiðarstjóranum, en bifreiðin var að aka út úr
frystihúsinu við Hilmisveg. Bakst tiifreiðin á rennihurð, sem stóð lítið
eitt út í dyr hússins, en við það steyptist maðurinn fram úr sæti sínu
í bifreiðinni og rakst með höfuðið á rúðu framan í stýrishúsinu.
Brotnaði rúðan við það, en glerbrotsoddur stakkst í auga hans.
Rangár. .Slysfarir alltaf nokkrar, helzt beinbrot við byltu af hest-
baki, t. d. féklc ég til meðferðar 3 lærbeinsbrot sömu vikuna í júní-
mánuði. 1 maður drukknaði í Þverá.
Eijrarbakka. Slys og meiðsli alltíð, en ekki stórfelld nema eitt, og
enginn dó af slysförum. 7 menn lærbrotnuðu, fract. fibidae 1, clavi-
culae 2 (hvorttveggja 2 ára börn, duttu, anuað ofan af borði, hitt