Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 91
89
VII. Ýms heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1936.
A árinu voru sett þessi lög', sem til heilbrigðislöggjafar g'eta talizt:
1. Lög nr. 3, 1. febr. 1936 um breyting á lögum nr. 39, 19. júní 1933
um kjötmat o. fl.
2. Lög nr. 17, 1. febr. 1936 um samþykktir um lokunartíma sölubúða.
3. Lög nr. 18, 1. febr. 1936 um fávitahæli.
4. Lög nr. 24, 1. febr. 1936 um eftirlit með matvælum og öðrum
neyzlu og nauðsynjavörum.
5. Lög nr. 26, 1. febr. 1936 um alþýðutryggingar.
6. Lög nr. 49, 7. apríl 1936 um frestun á framkvæmd 2. og 3. máls-
greinar 62. gr. laga nr. 26, 1. febr. 1936 um alþýðutryggingar.
7. Lög nr. 78. 23. júní 1936 um ríkisframfærslu sjúkra manna og
örkumla.
8. Bráðabirgðalög um viðauka við lög nr. 26, 1. febr. 1936 um al-
þýðutryggingar.
Þessar reglugerðir, samþykktir og auglýsingar varðandi heilbrigðis-
mál voru gefnar lit af stjórnarráðinu:
1. Reglugerð um bindindisfræðslu (13. jan.).
2. Reglugerð um framhaldsnám kandidata í læknisfræði til að geta
öðlast ótakmarkað lækningaleyfi og um sérmenntun lækna til
að geta öðlazt sérfræðingaleyfi (20. febr.).
3. Reglugerð um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum lík-
um (1. apríl).
4. Reglugerð um hundahald í Isafjarðarkaupstað (18. apríl).
5. Heilbrigðissamþykkt fyrir Ólafsfjarðarhrepp (8. júlí).
6. Samþykkt um þreyting á samþykkt um lokunartíma sölubúða
á ísafirði 7. ágúst 1930 (14. júlí).
7. Reglugerð um tilbúning og' dreifingu á matvælum og öðrum
neyzlu- og nauðsynjavörum (15. júlí).
8. Reglugerð um aldinsultu og aldinmauk (20. júlí).
9. Reglugerð um aldinsafa og aldinsöft (20. júlí).
10. Reglugerð um kaffibæti og kaffilíki (20. júlí).
11. Reglugerð um kaffi (20. júlí).
12. Reglugerð um kakaó og kakaóvörur (20. júlí).
13. Samþykkt um viðauka við samþykkt um lokunartíma sölubúða
i Vestmannaeyjakaupstað frá 12. apríl 1921 (31. júlí).
14. Heilbrigðissamþykkt fyrir Skagastrandarkauptún (24. ágúst).
15. Heilbrigðissamþvkkt fyrir Blönduóshrepp (24. ágúst).
16. Auglýsing um blöndun á íslenzku smjöri í smjörlíki (14. sept.).
17. Auglýsing um breyting á reglum um fjörefnablöndun smjör-
líkis frá 27. apríl 1935 (22. sept.).
18. Breyting á heilbrigðissamþvkkt íyrir Siglufjarðarkaupstað. nr. 83
frá 1929.
19. Reglugerð um gosdrykki (10. sept.).
20. Auglýsing um blöndun smjörlíkis með íslenzku smjöri (30. nóv.).
21. Reglugerð um edik og edikssýru (17. des.).