Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 96
94
1277 endurteknar heimsóknir. 77 mæður leituðu ráða hjá stöðinni og
voru því alls 1718 heimsóknir þangað. 32 barnshafandi konur leituðu
til stöðvarinnar, þar af voru 18 nýjar og 14 endurteknar heimsóknir.
Heimsóknardagar með lækni voru tvisvar í viku, og 1 sinni í mánuði
var tekið á móti barnshafandi konum. Frá 15. maí til 1. okt. var stöð-
in opin þrisvar í viku. Eins og að undanförnu var lánað frá stöðvun-
um rúmstæði, rúmfatnaður, barnsvöggur, barnafatnaður, hitamælar
og hrákakönnur. Gefið var lýsi og aðrar vörur, sem stöðvunum bár-
ust til útbýtingar. Einnig var úthlutað 2775 lítrum af rnjólk, sem
félagið keypti handa veikluðum börnum aðallega. Allar gjafir til
stöðvanna voru metnar til peninga, er námu kr. 2310,00. Meðlima-
tala Líknar eru um 250. Tekjur félagsins á árinu voru kr. 32124,75
og gjöld kr. 28783,15.
2. Hjúkrunarfélag Akraness, Akranesi. Tala meðlima 164. Tekjur
kr. 826,13. Gjöld kr. 1129,36. Skuldir kr. 303,23. Sjúkravitjanir 141.
Vökunætur 25. Dagþjónusta 1 dagur.
3. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur, Ólafsvík. Tala meðlima 28.
4. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði.
5. Hjúkrunarfélagið Samúð, Bíldudal.
6. Rauðakrossdeild Akuregrar, Akureyri.
7. Hjúkrunarfélagið Hlín, Höfðahverfi.
Starfsemi hjúkrunarfélaga virðist heldur dragast saman.
Sjúkrasamlög.
Lögskráð sjúkrasamlög voru sem hér segir, er þau á þessu ári
gengu undan hinum eldri sjúkrasamlögu hin nýju alþýðutryggingarlög: m og jafnframt flest undir
Sjúkrasamlag Reykjavíkur . . . . með 3212 meðl.1)
— prentara Rvík 208 —
— Hafnarfjarðar 317 —
— Akraness . . . . 192 —
— Sauðárkróks — 189 —
— Siglufjarðar 189 —
— Akureyrar 100 —
— Seyðisf jarðar 105 —
— Fljótshlíðar 83 —
— Holtahrepps .... — 55 —
— Menntask. á Akureyri . .. . — 173 —
— Alþýðusk. á Laugum . . . . — 88 —
Samtals með 4911 meðl.
Meðlimatalan var þannig 4,2% af íbúatölu landsins.
Með alþýðutryggingarlögunum var gert að skyldu að stofna sjúkra-
sarnlög í öllum kaupstöðum landsins, og urðu tryggingarskyldir sem
hér segir:
í Reykjavík .............................. ca. 24000
í Hafnarfirði ................................ 2443
Á ísafirði ................................. 1705
1) Samkv. upplýsingum Tryggingarstofnunar ríkisins.