Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 97
95
Á Siglufirði ................................... 1703
Á Akureyri ..................................... 3216
Á Seyðisfirði ................................... 634
í Neskaupstað (Norðfirði) ....................... 742
I Vestmannaeyjum ............................... 2086
Samtals ca. 36500
Skyldutryggðir urðu þannig ca. 31,4% landsmanna, en nokkur van-
höld urðu á, að menn stæðu í skilum við samlögin, þannig, að þeir
öðluðust réttindi í tæka tíð, og telur Tryggingarstofnun ríkisins, að
á það hafi skort um 20% um áramót.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Ljóslækningar hefir Hallgrímur Björnsson haft eins og
undanfarin ár, kvarts- og kolbogaljós. Sjúklingatalan mun hafa verið
nálægt 30. Hagur Sjúkrasamlagsins hefir versnað á árinu og meðlim-
um fækkað. Það nýtur nú ekki styrks úr ríkissjóði, en fær frá hreppn-
um sem svarar kr. 3,50 á hvern meðlim. Aðaltekjuöflun félagsins
kom inn við hlutaveltu, er félagið hélt. Hagur Hjúkrunarfélags
Akraness er mjög bágborinn, og íelögum hefir fækkað. Gengið mjög
illa að halda félaginu saman. Stjórn félagsins sneri sér þvi til hrepps-
nefndar og átti fund með henni um málið, og varð það að samkomu-
lagi, að nefndin gekkst undir að greiða framvegis þann halla, sem
félagið kynni að bíða, með því skilyrði að láta efnalitlu fólki ókeypis
hjúkrun í té.
Borgarnes. Engin eru hér hjúkrunarfélög né sjúkrasamlög.
Bíldudals. Félagið Samúð í Bildudal hefir ekki haft neina hjúkr-
unarkonu í mörg ár, en stutt sjúklinga fégjöfum. Félagsmönnum
fer fækkandi, og áhuginn þverr.
Beijkjarfj. Hjúkrunarkona er engin. Hjúkrunarfélög engin. Sjúkra-
samlög engin.
Þingeyrar. Sólbyrgi starfaði í Haukadal. Þó urðu þess tiltölulega
lítil not vegna sólarleysis. Á Þingeyri reisti kvenfélagið sólbyrgi síðla
sumars. Var því lítið notað að þessu sinni.
Flategrar. Sólbyrgi Súgfirðinga starfaði eins og að undanförnu og
var vel sótt.
Hóls. Hin lélega fjárhagsafkoma hreppsfélagsins hefir leitt til þess,
að til vandræða hefir horft og horfir enn með að koma á sjúkrahús
þeim sjúklingum, er þurfa sjúkrahúsvistar, og hreppsfélaginu her
að annast um fjárhagslega að einhverju eða öllu leyti. Sjúkraskýlis-
sjóður hefir nú orðið á þessu ári fyrir því óhappi að missa kringum
helming af sjóði sínum vegna ábyrgðar við hreppsfélagið, er það
leitaði á náðir Kreppulánasjóðs.
Blönduós. Sjúkrasamlag hafa nemendur og starfsfólk Kvennaskól-
ans haft með sér eins og næsta ár á undan. Onnur sjúkrasamlög eða
sjúkrasjóðir starfa hér ekki.
Hofsós. Sjúkrasjóðir starfa enn á sama hátt, hvað sem verða kann
framvegis.
Ólafsfj. Sjúkrasamlag ekkert til í héraðinu. Þó er nú orðinn tölu-
vert almennur áhugi fyrir því að mynda sjúkrasamlag hér í kaup-