Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 98
staðnum. Býst ég við, að þetta komist í kring undir eins og batnar
hér í ári.
Akureijrar. Á Akureyri hefir lengi verið starí'rækt sjúkrasamlag
(Sjúkrasamlag Akureyrar), en allt af verið fámennt (ca. 100 með-
limir) og fjárvana, en þó vafalaust orðið að talsverðu liði. Auk þess
hefir síðustu árin verið starfandi sjúkrasamlag í Menntaskólanum á
Akureyri, sem hefir orðið góð hjálp févana námsmönnum, er fyrir
veikindum hafa orðið. En á siðastliðnu hausti tók til starfa hér í
bænum sjúkrasamlag samkv. hinum nýju alþýðutryggingarlögum.
1 þessu sjúkrasamlagi, sem samkvæmt lögunum skyldar alla á aldr-
inum frá 16—67 ára aldurs til þátttöku, er þegar meiri hluti bæjar-
búa, en þó þverskallast allmargir enn þá við að hlýða lögum þessum
og greiða engin iðgjöld til félagsins. Dregur það tilfinnanlega lir gjald-
þoli samlagsins, og er bagalegt, rneðan það er að komast yfir bernsku-
sjúkdómana. Enn þá er starfstími samlagsins of stuttur til þess að
hægt sé að gera sér verulega grein fyrir, hversu það muni reynast,
en strax hefir borið á því, að óeðlilega mikil aðsókn hefir orðið til
læknanna og þá oft og tíðum með harla líti 1 fjörlegar meinsemdir.
Virðist þetta benda í þá átt, að nokkur tilhneiging sé meðal fólks-
ins til misnotkunar á þessari þörfu stofnun, en vonandi lagast þetta
með auknum skilningi og félagslegum þroska, er einstaklingunum
skilst, að hið sama gildir um fé samlagsins og þeirra eigin fjársjóðu,
að þá má aðeins nota með fyrirhyggju og ráðdeildarsemi, ef vel á að
duga og ekki á allt að enda í tómum skuldabúskap. Rauðakrossdeild
Akureyrar hafði á þessu ári fasta hjúkrunarkonu rúmlega hehning
ársins og ólærða hjúkrunarstúlku frá 20. sept. til ársloka. Hjúkrunar-
konur þessar höfðu á hendi aðstoð og umsjá með hreinlæti og lýsis-
gjöfum í Barnaskóla Akureyrar eins og að undanförnu. Auk þess
fóru þær til að veita hjúkrun og umönnun sjúkum mönnum í heima-
húsum, alls 417 vitjanir. Sjúkrabifreið félagsins flutti á áiánu 118
sjúklinga, 94 innanbæjarmenn og 24 utanbæjar.
Fljótsdals. Hjúkrunarfélög eða sjúkrasamlög eru engin í héraðinu.
Seyðisfí. Ljósböð fengu um 40 sjúklingar. Að sumrinu til eru notuð
sólböð eftir föngum og brýnt fyrir fólki að nota sér sern bezt hin
heilsubætandi áhrif sólarljóssins.
Berufí. Ljósmóðirin hér er nú við hjúkrunarnám á Akureyri og
ætlar sér að stunda hjúkrun, að því leyti sem við verður komið, enda
var alltaf leitað til hennar, þegar hjúkrunar þurfti með.
Vestmannaeyja. í bænum starfar öðrum þræði norsk hjúkrunar-
kona, sem er gift hérlendum manni. Hefir verið mikið lið að því í
ýmsum tilfellum. Hún lærði í Noregi, og einnig dvaldi hún við nám í
Danmörku. Sjúkrasamlag tók til starfa frá 1. okt. s. 1.
Grímsnes. Sjúkrasamlög eru engin í héraðinu enn þá.
Iíeflavíkur. Rauði Krossinn hafði eins o.g undanfarið hjúkrunar-
konu í Sandgerði. Hún gerði alls 296 hjúkrunaraðgerðir á sjúkrastofu
og fór 285 sjúkravitjanir í sjóbúðir, hús í Sandgerði og bæi í ná-
grenninu.