Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 101
99
einu: rúða brotnar í glugga, málning skemmist í gluggakistu og gólf-
dúkur losnar undir glugganum. Hver gefst þá ekki upp á þeirri fyrir-
höfn og þeim kostnaði, sem af því leiðir að þurfa að þinga við 3
meistara, sem. síðan senda jafnmarga sveina, er flækjast hver fyrir
öðrum og tefja hver annan, enda reikningarnir í samræmi við það.
Mætti ekki, með allri virðingu fyrir iðnaðarlöggjöfinni, viðurkenna
sem sérstaka iðngrein smávegis viðhaldsaðgerðir húsa? Eftir sem
áður gæti heyrt undir sérgreinir hverskonar nýbyggingar og heildar-
aðgerðir á húsum og einstökum herbergjum.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Húsbyggingar í kauptúninu hafa verið með fæsta móti
í ár, aðeins 5 ný hús byggð. Öll eru hús þessi með nýtízku sniði,
3 úr steinsteypu og 2 úr timbri. Skolpræsi frá öllum nema einu.
Við það er byggt salerni. 1 sveitum er mér ekki kunnugt um neinar
nýjar byggingar, nema endurbætur á 2 íbúðarhúsum. A vatnsskorti
bar lítilsháttar á einstaka stað á Akranesi, meðan þurrkatíðin stóð
yfir í júlí til ágústloka. Vatnsleiðslumálinu er haldið vakandi. en enn
hefir eigi tekizt að fá lán til að koma því í framkvæmd. Brunnar eru
við hvert hús og víðast hvar leitt inn í húsin. Þrifnaður innan húss
og utan í sæmilegu lagi.
Borgarfj. Allmargir bændur reistu íbúðarhús þetta ár. Hús þau,
sem gerð eru hin síðustu ár, virðast yfirleitt vera vandaðri, hentugri
og smekklegri en áður var. Þrifnaður eykst að sama skapi.
Borgarnes. 3—4 vönduð íbúðarhús voru byggð þetta ár i Borgar-
nesi. Á þessum síðustu krepputímum minna byggt hér um slóðir en
áður, enda víða orðið mjög vel húsað. llpphitun af skornum skammti.
Það, sem mér finnst sérstaklega athugavert í svipinn, er vanhúsaskort-
urinn á bæjunum. Ég athugaði þetta mál nokkuð rækilega á barna-
skoðunarferðum minum í haust og komst að þvi, að mjög víða er ekkert
vanhús til á bæjunum, og er mér óhætt að segja, að í sumum hreppum
vantar vanhús að minnsta kosti á öðrum hverjum bæ.
Ólafsvíkur. 2 hús reist á árinu í Breiðavíkurhreppi, steinhús.
Dala. Framfarir á þessu sviði smástígar, einkum þó umbætur á
húsakynnum. Tvö nýbýli voru reist með styrk, og munu þau hús
vera sæmilega úr garði gerð. Salernum fjölgar hægt og hýbýlaþrengsl-
in standa mikið i vegi fyrir því, að þrifnaður sé svo gagnger sem
verða þyrfti.
Regkhóla. Húsakynni batna talsvert ár frá ári. Byggt 1 gott stein-
hús og nokkur timburhús. Þrifnaður fer einnig batnandi með bætt-
um húsakynnum og vaxandi velmegun og menningu.
Bildudals. Auk endurbóta á húsum var lítið steinsteypuhús byggt
inni í Suðurfjörðum á koti einu. Brann bærinn þar fyrir nokkru.
Þingegrar. Engar verulegar breytingar. Þó ýms íbúðarhús endur-
bætt, bæði í kauptúninu og í sveitum. Vandað steinsteypuhús reist
fyrir póst og síma. í sveitum reist 2 steinsteypuhús. Hafa eigendur
sjálfir unnið að byggingu þeirra og varið mörgum árum til undir-
búnings, einkum við steypingu á steinum. Annars munu bændur að
mestu horfnir frá byggingu dýrra íbúðarhúsa. Reynslan leitt i ljós,
að þau eru bændum óviðráðanlegur baggi og óhentug vegna stærðar.