Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 104
102
mjög lélegum torfbæjum. Þrifnaður víða góður, en sumsstaðar ábóta-
vant. Hreinasta undantekning, að salerni finnist á bæjum hér.
Berufí. 1 hús var byggt á árinu úr steini. Húsakynni eru víðast
sæmileg, þó með fáeinum undantekningum. Yfirleitt er fátt um stein-
hús, langmest um hálfgömul timburhús og' köld. Á fáeinum bæjum er
miðstöð og allvíða einn eða tveir miðstöðvarofnar út frá eldavél.
Þrifnaður er víðast í góðu lagi, að undanteknu því, að salerni sjást
varla í sveitum.
Hornn/j. Nokkur ný hús hafa verið reist á árinu, flest í sveitum,
fyrir fé úr Byggingar- og landnámssjóði. Þau munu öll vera úr stein-
steypu og sæmileg húsakynni. Þó er mér um og ó, þegar ég er beðinn
um vottorð um, að húsalcynni séu heilsuspillandi. Því að alltaf má
hæpið teljast, hvort nýju húsakynnin verði hollari, enda virðist slíkt
vottorð óþarft, í sveitum að minnsta kosti, því að nauðsyn nýrrar
byggingar kemur nægilega í ljós af öðrum gögnum. Þrifnaði er enn-
þá allmjög ábótavant. Þó mun alltaf heldur vera um framfarir að
ræða í þeim efnum. Lús er alin allt of víða ennþá, en fló hefi ég ekki
séð hér, svo að teljandi sé, og mun hún óvíða vera. Flatlús verð ég
heldur ekki var við, og kláði gerir ekki vart við sig nema einstöku
tilfelli, sem allt má rekja til aðkomufólks.
Mýrdnls. Húsakynni og þrifnaður virðist mér í sæmilegu lagi.
Vestmannaeijja. Skriður er að konxa á sjóveitu til saleima í stað
kaggasalerna, og er nú verið að mæla fyrir henni og áætla, hvað hún
muni kosta. Er hér um hið mesta þrifnaðarmál að ræða, því að sjór-
inn er nógur, þó að vatnið sé sumsstaðar af skornum skammti. Hol-
ræsagerð hefir fleygt fram í bænutn á þessu ári, og er það góður undir-
búningur undir væntanleg sjósalerni. Húsabyggingar hafa ekki verið
miklar á árinu. Þó hafa verið fullgerð 2 nýtízku íbúðarhús á árinu
og hafin bygging á 3 öðrunx. Húsakynnin fara smábatnandi. Þrifnaði
nxiðar hægt og hægt áfram.
Grímsnes. Húsabyggingar hafa verið með mesta móti á árinu, og
eru það mest steinsteypuhús. Hreinlæti virðist í sæmilegu lagi víðast.
Keflavíkur. Húsakynnum fjölgar nxeð hverju ári, sérstaklega í
Keflavík. Má þar meðal annars sjá „villur“ í „fúnkis“-stíl. Þó þrifn-
aður fari nokkuð í vöxt, þá er sama að segja og áður um þrifnað á
vertíð, að þá er ekki verið að gefa sér tíma til að þrífa í kringum
sjóbftðirnar.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Klæðnaður breytist ekkert. Silkisokkar í stað ullar-
sokka, — sama er að segja um allan nærfatnað. Þó verður vart við
ullarfatnað hjá mörgurn skólabörnum. Skófatnaður verkafólks er
því nær eingöngu gúmnxíhxxallar.
Borgarfj. Meira mun nú unnið úr ull í heimahúsum heldur en var
fyrir fáum árunx.
Borgarnes. Ég er oft hræddur um, að íxiönnum verði kalt, er þeir
sitja iiti á flutningabílum (ofaxx á vörum) langar leiðir. Hefi ég vakið
niáls á því við marga, að þeir ættu að koma sér upp úlpum með skinn-