Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 110
108
Eyjunum, enda hefir ræktun fleygt fram seinustu árin. Hver bóndi
selur sína mjólk og kemur henni til neytenda. Hefir heilbrigðisnefnd-
in viljað koma upp mjólkursölubúðum eftir kröfum nútímans um
þrifnað, en bæjarstjórn hefir ekki lagt því máli lið fram að þessu.
Grímsnes. Mjólkursala er hér almenn til mjólkurbúanna og fer
meðferð mjólkur batnandi. Er það mikið vegna flokkunar hjá búun-
um, því að allir keppast við að hafa mjólkina í fyrsta flokki.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Drykkjuskapur sízt meiri en áður. Reykingar, sérstaklega
sígarettureykingar, er böl, hér sem annarsstaðar.
Skipaskaga. Áfengisnautn ekki mikil, þótt fyrir komi, að menn
sjáist drukknir á samkomum. Útlend vín munu aðallega drukkin, því
að landabrugg mun hafa minnkað, þótt sagt sé, að því sé ekki með
öllu útrýmt. Kaffi- og tóbaksnautn er meiri en góðu hófi gegnir.
Neftóbak og vindlingar eru aðalnautnir flestra.
Borgarjj. Nokkuð ber á áfengisnautn á skemmtisamkomum, en hvers-
dagslega mun hún vera mög lítil eða engin. Heimabrugg mun nú
vera úr sögunni hér um slóðir. Tóbaksnautn er almenn.
Borgarnes. Áfengisnautn mun hafa verið heldur minni í héraði
mínu síðastliðið ár. Heimabrugg lítið eða ekkert. Kaffi og tóbak notað
svipað og verið hefir, tóbak er aðallega reyktóbak og neftóbak og
svo vindlingar í stórum stíl.
Dala. Áfengisnautn lítil og varla nokkur maður, sem talizt getur
drykkjumaður. Heimabrugg má heita útdautt. Kaffidrykkja mikil og
tóbak mikið og almennt notað.
Reykhóla. Áfengismisnotkun á sér ekki stað i héraðinu. Ekkert
heimabrugg.
Bíldudals. Drykkjuskapur ekki áberandi og ekkert bruggað.
Ögur. Nokkur brögð hafa verið að því á þessu ári í Ögurhreppi og
Súðavík, að menn, sérstaklega ungir piltar, hafi haft áfengi um hönd
á skemmtunum. Hefir þetta stundum verið mjög áberandi. Að nokkru
leyti mun þetta stafa af því, að nú hafa menn greiðan aðgang að
áfengi á ísafirði, en ekki er þó alveg grunlaust um heimabrugg.
Hesteyrar. Enginn bragðar áfengi, og enginn hruggar. Flestir nota
kaffi og margir reykja, taka í nefið og tyggja.
Reykjarfj. Áfeng'isnautn lítil í héraðinu. Helzt ber á henni á síldar-
stöðvunum á sumrin og nokkuð á skemmtunum, en þar er mest um
aðkomufólk að ræða. Eitthvað pískrað um heimabrugg. Kaffi er notað
af öllum og víða í óhófi. Neftóbak mikið notað, og' vindlingareykingar
færast í vöxt.
Miðfj. Áfengisnautn mun vera minni en undanfarin ár, enda heima-
bruggun orðin hverfandi. Aftur á móti er alltaf notað mikið af kaffi
og tóbaki.
Svarfdæla. Áfengisnautn hefir jafan verið fremur lítil í héraðinu
yfirleitt, og er svo enn. Ekki hefi ég orðið þess var, að drykkjuskapur
hafi færzt hér í vöxt síðan bannið var afnumið. Tvisvar eða þrisvar