Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 112
110
vínflutningur, og skýtur skökku við, að bannaður skuli svo vera inn-
ilutningur á aldinum — því, sem veitir ungum og gömlum nærandi
og hressandi sólkjarna. Vindlingarnir hanga nærri dag og nótt úr
munnvikum unglinganna.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skvrslum sínum (sbr. töflu XII) hvernig 2381
barn af 2468, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs í svigum):
Brjóst fengu ................. 86,9% (89,0%)
Brjóst og pela fengu ............... 5,9— ( 3,4—)
Pela fengu ............................ 7,2— ( 7,6—)
í Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu ....................... 97,6— (95,5—)
Brjóst og pela fengu ............... 1,2— ( 0,9—)
Pela fengu ......................... 1,2— ( 3,6—)
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Flestar konur hafa börn sin á brjósti, og meðferð ung-
barna er yfirleitt góð. Leiðbeininguin landlæknis um meðferð ung-
barna er útbýtt til allra sængurkvenna og koma að ágætum notum.
Hér í kauptúninu fá öll ungbörn lýsi frá því að þau eru tveggja
mánaða.
Borgarfj. Meðferð ungbarna batnandi og þar með heilsufar þeirra.
Sérstaklega ber nú minna á meltingarkvillum í ungbörnum heldur en á
fyrstu árum mínum hér. Mæður telja sjálfsagt að gefa börnum brjóst.
Borgarnes. Meðferð ungbarna má heita góð, og veit ég ekki annað
en að allar mæður geri sitt bezta í því efni.
Dala. Ungbarnadauði kemur varla fyrir, og mæður taka vel leið-
beiningum um meðferð barnanna og rækja eftir getu.
Bildudals. Ekki verður annað sagt en að meðferð ungbarna sé góð,
enda hafa flestar mæður börn sín á brjósti, og algengt er að gefa
börnum þorskalýsi.
Hóls. Ungbarnadauði mjög lítill.
Hesteijrar. Meðferð ungbarna er góð. Flest börn höfð á brjósti.
Rcijkjarfi. Meðferð ungbarna yfirleitt sæmileg. Þó ríkir sá ósiður
víða, að börnin eru höfð allt of lengi á pela. Er ekki óalgengt að sjá
4—5 ára börn, og jafnvel eldri, með pela. Máltíðir ungbarna eru víða
mjög óreglulegar. Flestar mæður hafa börn sín á brjósti. Allmörgum
börnum er nú gefið lýsi.
Öxarfi. Meðferð ungbarna góð.
Þistilfi. Meðferð ungbarna sæmileg.
Vopnafi. Meðferð á ungbörnum virðist mér vera mjög góð og þekk-
ing í þeim efnum vonum meiri.
Hróarstungu. Meðferð ungbarna má heita sæmileg eftir atvikum.
Þó vilja margar mæður mjög fljótlega gripa til pelans. Dálítið ef
gefið af lýsi. Algengasti kvilli ungbarna er ineltingaróregla pelabarna.
Fljótsdals. Meðferð ungbarna fremur góð. Flest börn höfð á brjósti
lengri eða skemmri tima.