Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 113
111
Berufi. Meðferð ungbarna mun vera í góðu lagi, og er lítið um það,
að læknis sé leitað til ungbarna.
Vestmannaeyja. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Grímsnes. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Keflavíkur. Flest l)örn fá brjóst, og víða byrjað að gefa börnum lýsi.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. íþróttalíf í vexti, enda allmargir áhugamenn á þeim sviðum.
Skipaskaga. Ekkert leikfimishús í kauptúninu. Útiíþróttir nokkuð
iðkaðar, og sund hefir verið mikið stundað síðastliðið ár, sérstaklega
í sumar, meðan veðráttan var góð. Ánægjulegt að sjá strandlengjuna
meðfram Langasandi morandi af fullorðnum og ungum að skvampa
í sjónum daglega, enda er sá staðnr sennilega með heztu sundstöðum
landsins. Er því ömurlegt til þess að vita, ef síldarverksmiðjan, sem
reisa á rétt niður við höfnina, skyldi verða til þess að eyðileggja
þenna góða stað með sora, er hlýtur að berast frá verksmiðjunni.
Sundkennsla fór fram í sumar, skammt frá þeim stað, þar sem verlt-
smiðjan á að standa. En nú verður sá staður með öllu eyðilagður.
Sundkennsla fór fram í sumar í laug skammt frá Leirá og kom að góðu
g'agni. Ennfremur fóru flokkar drengja og stúlkna vir barnaskólanum
að Reykholti til sundnáms. Nutu þeir styrks hreppsins. Mörg af
þeim börnum komu heim aftur með eyrnabólgu. Aftur á móti ber
ekkert á eyrnabólgu í þeim, sem baða sig hér í sjónum, hvað sem
veldur.
Borgarfj. fþróttir Jítið stundaðar nema í skólunuin tveimur.
Borgarnes. Fremur dauft yfir íþróttalífi í mínu héraði. Þó er sund
kennt í Veggjalaug á vorin, og' talað er um að koma upp sundlaug í
Borgarnesi. í vetur sé ég fólk á skautum og jafnvel stöku mann með
skíði, sem ég aldrei hefi séð hér áður. Eitthvað mun leikfimi kennd
hér við barnaskólann í Borgarnesi.
Bíldudals. Sundkennsla í Reykjarfirði. Vatnsmagn of lítið og laugin
óþrifaleg.
Þingeyrar. Sund kennt á námsskeiðum vor og haust í upphitaðri
sundlaug við héraðsskólann á Núpi. Vornámsskeiðin vel sótt af börn-
uin og unglingum, en haustnámsskeiðin ver, sem þó voru einkum
ætluð sjómönnum. Fiinleikar eru kenndir við héraðsskólann á Núpi
og við barnaskólann á Þingeyri. Fremur dauft yfir íþróttafélagi Þing-
eyrar að vetrarlagi, en fótbolti iðkaður að sumarlagi.
Hóls. Iþróttalíf virðist ekki með miklum blóma hér. Þó var kennt
sund hér kringum mánaðartíma í sumar í sundlauginni. Sundlaugin
er hituð með kolum, sbr. skýrslu 1935.
Hesteyrar. Barnaskólaleikfimi og skíðaferðir.
Reykjarfj. íþróttir sama sein ekkert iðkaðar.
Hólmavíkur. íþróttaáhugi glæðist árlega í héraðinu. Sundkennsla
fór fram í heitum laugum á 2 stöðum. Hveravík við Steingrimsfjörð
og Sandhól í Bjarnarfirði.
Miðfj. íþróttaáhugi er talsverður. Leikfimiskennsla hefir farið fram