Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 114
112
á Hvammstanga um tíma á vetrum undanfarið, og á hverju vori eru
haldin námskeið á Reykjaskóla í sundi og öðrum íþróttum. Útiíþróttir
eru nokkuð stundaðar, aðallega skíðaferðir á vetrum og knattspyrna
á sumrum.
Svarfdæla. Sund heíir nú verið gert að skyldunámi fyrir barnaslcóla-
börn í Svarfaðardal, samkvæmt heimild í lögurn um það efni. Skíða-
ferðir voru meir iðkaðar en nokkra síðustu vetur á undan.
Akureyrar. Sund er iðkað allan ársins hring síðan heitt vatn var
leitt í sundpollinn á Akureyri. Sldðaferðir hafa mjög færzt í vöxt síð-
ustu 2—3 árin, einkum síðan skíðaskálar hafa verið byggðir upp til
fjalla. Eru nú 3 slíkir skálar hér við bæinn.
Höfðahverfis. Knattspyrna stunduð sem áður.
Öxarfj. íþróttir í hinni mestu niðurlægingu og varla teljandi aðrar
en sund, sem allt of fáir lcunna þó og því síður æfa.
Þistilfj. íþróttir ekkert stundaðar nema lítilsháttar fótbolti.
IJróarstungu. íþróttir lítið iðkaðar, helzt eitthvað svolítið við Eiða-
skólann.
Fljótsdals. Íþróttalíf er sama og ekkert í héraðinu. Vonandi lagast
það fyrir áhrif frá Eiðaskóla.
Seyðisfj. íþróttir eru kenndar í barnaskólanum og íþróttafélag, sem
starfað hefir hér um 25 ára skeið, hefir með köflum íþróttakenn-
ara. Einnig heldur sama félag sundkennara um tveggja mánaða skeið
að sumrinu, aðallega handa börnum, og hafa þau sýnt merkilegan
dugnað að sækja sundkennsluna, þrátt fvrir misafnt veður í kaldri
sundlaug.
Berufj. íþróttir eru ekkert stundaðar, og veldur þó ekki tímaleysi.
Engin leikfimi er kennd í barnaskólanum.
Siðu. íþróttir eru allt of lítið iðkaðar. Helzt er það sund, sem dá-
lítið er iðkað hér að vorinu. Hefir svslusjóður veitt nokkurn styrk
árlega til sundkennslu gegn jöfnu framlagi lireppanna.
Vestmannaeyja. íþróttir eru hér í uppgangi. Áformað að koma hér
upp nýum iþróttavelli inni í Botni, og er staðurinn haganlegur.
Keflavikur. Íþróttalíf færist í vöxt, sérstaklega í Keflavík. Leikfimi
vantar enn tilfinnanlega með skólakennslunni.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Við hverja skólaskoðun hefir þrifnaður verið brýndur
fyrir börnunum og talað við þau um önnur heilbrigðismál.
Borgarnes. Vanalega eru börnin og aðrir viðstaddir eitthvað fræddir
um heilbrigðismál samfara og á eftir skólaskoðuninni.
Reykjarfj. Ég hefi gert mér far um að leiðbeina fólki í viðtölum
eins og unnt hefir verið.
Hólmavikur. Ung'lingaskóli var starfræktur á Hólmavík síðastlið-
inn vetur, og kenndi héraðslæknir þar heilsufræði 2 tíma á viku
endurgjaldslaust.
Svarfdæla. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál fór fram í sambandi
við skólaeftirlitið eins og að undanförnu.