Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 116
114
kennsla er í öllum hreppum, einnig þar sem skólahús er, því að heima-
vistarbarnaskólar eru engir til.
Borgarnes. Skólaeftirliti er þann veg háttað, að hér í Borgarnesi
eru öll börn skoðuð í byrjun skólaárs, og svo er litið eftir þeim við og
við. í sveitinni er auglýst skólaskoðun á vissum tíma og stað, einum
eða tveimur í hverju skólahéraði, og er þá undir heppni komið, hvort
læknir getur komið á réttum tíma, sem þó lánast oftastnær. Börnin þá
skoðuð og þeim og kennara lagðar lífsreglur. Húsakynni og aðbúnað-
ur er ekki allsstaðar sem skyldi, þótt viðunanlegt verði að teljast að
svo stöddu. Allsstaðar vantar böð, leikfimi víða, og vanhús eru léleg
og sumsstaðar ekki til.
Ólafsvíkur. Skólaskoðun var framkvæmd í öllum hreppum. Húsa-
kynni farskólanna eru þröng, og' hitun sumstaðar ónóg eða óheppileg.
Dala. Umbætur á skólastöðum mjög fáar og' lítilfjörlegar. Þó hafa
á nokkrum stöðurn komíð salerni, gluggi á hjörur og ofn til upphitun-
ar. Þrengslin það versta og hættulegasta, ef nokkuð ber út af um
heilsufarið. Hinn minnsti kvilli, sem borizt getur, er undir eins kom-
inn á og í alla, þegar svona er ástatt.
Flateyjar. Farkennsla á 2 stöðum í eyjunum, sem ekki hefir áður
verið (Hergilsey og Bjarneyjum).
Bíldudals. Héraðslæknir fer á haustin á skólastaðina og skoðar húsa-
kynni, kennara og börnin, ákveður, hvort húsin séu nothæf og hvort
kennararnir og börnin megi taka þátt í kennslunni heilsunnar vegna.
Skólahúsin eru yfirleitt sæmileg, en hitt verð ég' að telja óhæfu, að þau
eru notuð fyrir allskonar samkomur, fyrir unga og gamla, sjúka sem
heilbrigða.
Þingeyrar. Mjög hefir þrifnaður skólabarna batnað við skólaskoð-
anir. Skólaskoðun á öllum barnaskólum og' héraðsskólanum að Núpi
fór fram í byrjun starfstímans.
Flateyrar. Öll skólabörn skoðuð á árinu eins og lög mæla fyrir.
Barnaskólinn á Flateyri var mjög bættur á árinu. Byggt leikfimishús,
og vannst þá allmikið pláss í skólahúsinu. í skólahúsið voru einnig
sett vatnssalerni.
Hóls. Barnaskólinn í Bolungarvík tekur þegar að verða of lítill.
Ögur. Skólaskoðun fór allsstaðar fram um það leyti, er kennsla
hófst á hverjum stað, og var reynt að bæta úr helztu kvillum. Engum
nemanda þurfti að meina skólavist. Fylgzt var með heilsufari nem-
enda yfir námstímann, eftir upplýsingum kennaranna. Skólastöðum
er víðast í ýmsu ábótavant, en úr því mun verða bætt smámsaman.
Reykjarjj. Skólaskoðun er framkvæmd í Finnbogastaðarheimavistar-
skóla. Börnin skoðuð, mæld, vegin og Pirquetprófuð. Stöðugt eftirlit
með heilsufari þeirra allan veturinn og reynt að bæta úr því, sem
ábótavant er. Börnin voru öll mæld og vegin, þegar er þau komu í
skólann. Einnig var mæld brjóstvídd við mestu inn- og útöndun. Þess-
ar athuganir voru svo endurteknar um áramótin, og hafði börnunum
yfirleitt farið vel fram. Meðalþyngdaraukning stúlkna þennan
tíma var 1410 gr., en piltanna 830 gr. Meðalbrjóstvidd hafði einnig
aukizt nokkuð. Börnin fengu öll daglega lýsi og höfðu talsverða úti-
vist daglega. Dregið var dálítið af tönnum úr þeim, sem verst voru