Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 117
115
útleikin af caries. Öllum börnunum útvegaðir tannburstar og brýnd
fyrir þeim tannræsting. Nokkur börn fengu blóðaukandi meðul og
annars haft stöðugt eftirlit með heilsufari þeirra.
Miðfi. Um skólaeftirlit er svipað að segja og áður. Engin breyting
orðið á um fyrirkomulag eða á húsakynnum og hvergi fyrirhuguð
skólabygging, að því er ég veit. í vetur var í einu skólahéraði byrjað
á því nýmæli að gefa skólabörnum lýsi.
Blönduós. Breytingar hafa nokkrar orðið á skólastöðum, t. d. var
skólinn fluttur úr gamla bænum á Syðri-Ey í nýreist gott steinhús
á Ytri-Ey. Af sparnaðarástæðum ætlaði hreppsnefnd Vindhælishrepps
að flytja skólann úr samkomuhúsinu á Kálfshamarsnesi í baðstofu á
Kálfshamri, en þá jörð á hreppurinn, og hafði hún farið í eyði. Þessi
skólastaður var miklu lakari en hinn, sem mátti góður kallast, og
mótmælti ég flutningnum við skólanefnd og hreppsnefnd. Eftir nokk-
urt þóf var horfið frá þessu ráði. Lýsi var g'efið allan skólatímann hér
á Blönduósi og á nokkrum stöðum öðrum. Skólaskoðun fór fram á
námsmeyjum Kvennaskólans eins og vanalega. Þær voru að þessu
sinni 32, og voru aðeins 3 líkamsgallalausar með öllu. Hjá hinum
fanst: Tannskemdir 26, sjóngallar 8, skakkbak 4, hjartagalli 1, maga-
sár 1, stórutáarskekkja 1, hallinkjammi 1.
Sauðárkróks. Skoðun skólabarna fór fram á svipaðan hátt og áður.
Ég gerði spjaldskrá yfir öll skólabörn, sem ég skoðaði, og athugaði
margt viðvíkjandi heilsu þeirra. Ég hygg, að bæði ég og aðrir héraðs-
læknar hafi verið of kröfulinir og of vægir í dómum um kennslu-
staðina. Þeir ern léleg'ir all víða, ekki nógu góðir. Hitt er einnig víst,
að farandkennslan er óheppileg í marga staði og ekki hættulaus fyrir
heilsu barna, sem ganga all-langa leið.
Ólafsfi. Eins og venjulega fór skólaskoðun fram í október. Barna-
skólinn hér í kauptúninu orðinn allt of litill, svo að það verður að tví-
setja í hann og kenna fram á kvöld. Auk þess hefir orðið að fá leigt
hiísnæði úti í bæ til að kenna yngstu börnunum í.
Svarfdæla. Engar breytingar á húsakynnum skólanna aðrar en þær,
sem til viðhalds teljast.
Akureyrar. Jón Geirsson, sem undanfarin 2 ár hefir verið skóla-
læknir, lét af því starfi í haust á síðustu stundu, er samningar náð-
ust eigi milli hans og' skólanefndar um greiðslu fyrir starfið. Lenti
því á settum héraðslækni að framkvæma skólaskoðun að þessu sinni.
Liggur í augum uppi, að þessar sifeldu breytingar á eftirlitinu eru
næsta óheppilegar og rýra mjög gildi það, er skólaskoðunarslcýrslur
annars gætu haft, ef sami læknir fengi tækifæri til að fylgjast með
heilbrigðisástandi barnanna ár frá ári. Allan veturinn var börnunum
gefið lýsi og mjólk, og fóru til þess 2 tunnur lýsis og 5500 lítrar
mjólkur.
Höfðahverfis. Skólaeftirlit fór fram í janúar (fyrra skeiðið) og okt-
óber (síðara skeiðið). í lok hvors skeiðs voru börnin vegin og mæld
i annað sinn og einnig athuguð óþrif. Hækkun á 3 mánuðum að meðal-
tali var 1,2 cm. og þyngdarauki 1,4 kg'.
Reykdæla. Skoðuð voru í héraðinu alls 85 börn. Engu barni vísað
frá vegna lasleika. Heilsufar barnanna fremur gott. Sömuleiðis fór