Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 118
116
fram skoðun á nemendum Laugaskóla í byrjun skólaársins og á nem-
endum Húsmæðraskólans á Laugum, og hafði læknir eftirlit með
heilsufari nemenda þessara yfir skólatímann. Engum af þessum
nemendum bönnuð skólavist sökum heilsubilunar. Eift tilfelli af
gulusótt kom fyrir i Alþýðuskólanum á Laugum í desember, og einnig
gekk þar þung kvefsótt í sama mánuði.
Húsavíkur. Of létt 42, of þung 22, neðan þroskaaldurs 30 (244
skoðuð alls).
Öxarfj. Enginn viðunandi kennslustaður er á Raufarhöfn, en þar
er nú meira en % allra skólabarna héraðsins. Skólabörn voru öll
skoðuð og sum tvisvar.
Þistilfi. Einn skólastað réði ég til að sldpta um, vegna þess að hús-
móðirin sýndi sig að vera berklaveik. í Þórshöfn var stofa í nýbyggðu
húsi leigð fyrir sltólann.
Hróarstungu. Engin breyting hefir orðið á fyrirkomulaginu önnur
en sú, sem leiðir af því, að kennslustaðir flytjast árlega til. Kennt er
þar, sem skólaskyld börn eru, ef annars eru nokkur tök á því. Hvergi
hægt að koma mörgum börnum saman á einn g'óðan stað. Skóla-
staðir verða því óþarflega margir, og um flesta er það að segja, að
þeir eru aðeins viðunandi eftir ástæðum. Sem dæmi mætti nefna, að
í einu skólahéraðinu eru skólaskyld börn 17 og kennslustaðir 7. Til
þess að börnin gætu fengið hinn lögskipaða lágmarks kennslutíma,
varð að hafa 2 kennara.
Fljótsdals. Öll barnafræðsla í héraðinu fer fram í farskólum. Skóla-
staðirnir eru tíðast á flestum hæjum, þar sem skólabörn eru, án til-
lits til þess, hvort húsrúm eða aðrar ástæður í raun og veru leyfa.
Barnaeigendur þykjast ekki hafa ráð á að kaupa börnin niður, og
þetta er lausnin á málinu. Skólastaðir eru því mjög breytilegir frá
ári til árs, og skólanefndir aldrei búnar að ákveða þá til fulls, þegar
skoðun barna fer fram, og það eru sjaldnast beztu staðirnir.
Berufi. Skólahús er aðeins hér á Djúpavogi og er þegar orðið of
lítið. Annars lendir maður oft í vandræðum með skólastaðina sums-
staðar í sveitunum vegna slæmra húsakynna. Það er leyft að kenna
í þeim ár eftir ár, og erfitt að dæma ónothæft í ár það, sem maður
sjálfur hefir dæmt nothæft í fyrra, en alltaf smáversna gömlu húsin,
og einhverntíma verður að segja stopp. Viðunandi verður þetta aldrei
fyrr en heimavistarskólar í sveitum verða almennir.
Vestmannaeyja. Gagnvart veikluðum börnum er sömu varúðar gætt
og undanfarið. Tannlækningar halda áfram í skólanum. Var byrjað á
yngstu krökkunum og haldið upp eftir.
Rangár. Einn mjög myndarlegur heimavistarskóli í smíðum í
Þykkvabæ, svo að alltaf fer þeim heldur fækkandi, sem eiga við
ónothæf skólahús að búa.
Eyrarbakka. Skólaskoðunin fór fram í öllum skóla- og fræðsluhér-
uðum læknishéraðsins nema Selvogi, þar sem ekki var haldinn skóli
fyrr en eftir nýjárið. Auk skólabarna skoðaði ég flest önnur börn á
heimilum, þar sem slcóli var haldinn heima á bæ, og einnig fullorðna
á bænum, ef ástæða virtist til.
Grímsnes. Skólaeftirlit fór fram á öllum skólastöðunum. í Grímsnes-