Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 121
119
aseptiska (?) peritonitis, en stóð nú með hnífinn á lofti. Hiti hvarf
eftir 9 daga, og eymsli og þykkildi hurfu. Helzt setti ég þetta í sam-
band við mörtöku mína og ólag á undirbindingsstubbum. Síðan fór
pilturinn heim og hefir þolað alla stritvinnu síðan, bilanalaust. Það
er séð bæði fyrr og síðar, að meiri háttar skurðir geta tekizt uppi
um sveitir við hundspottslega aðstöðu. Erfiðið er margfalt á við sama i
spítölum, vegna undirbúnings, en sjálf aðgerðin ekki sem verst. Sarnt
er bæði þetta og skurðir í heimahúsum útkjálkalækna mikill ábyrgð-
arhluti og eigi gerandi nema annað sé eigi unnt. Það er eftirmeð-
ferðin, sem veldur. Slíkur læknir á það vísast, vegna langferða, að sjá
ekki sjúkling' eftir skurð dögum saman og ef til vill aldrei meir. Geta
ekki séð sjúkling, þegar mest ríður á, — ekki afstýrt. Til næstu lækna
er óraleið, stundum ófær og æfinlega fjárfrekt að fá þá —- fyrir
læknana — því að bón og veiting hennar verða létt í pyngju læknanna.
Skyldi allt reiknast, þó að mjög væri slegið af, verður samt ódýrara
að fara á næsta spítala, þar sem nægð er lækna, til þess að hlaupa í
skarðið. Samt og samt verðuin við að vera við búnir að fara á það,
sem fyrir verður, í þessu sem öðru. Margar fæðingaraðgerðir eru
stórar operationir, svo æfingarlausir erum við aldrei. Sigg er í sál og
dómurinn ljós.
Fljótsdals. Ferðalög héraðslæknis nær eingöngu á hestum, einstaka
sinnum á bílum að sumrinu, og á vetrum fer hann stundum fót-
gangandi.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Öxarfj. Þess væri þörf, að slysavarnaflokkur væri á Sléttu. Þar
hafa í minni tíð strandað ca. 1,5 skip á ári, mest 5 á ári. Slysavarna-
félag íslands á tæki nokkur á Austur-Sléttu, en fleiri þyrftu að vera
og æfðir menn með að fara.
Veslmannaeijja. Slysavarnafélagið Eykyndill starfar að fjársöfn-
un til slysavarna og vinnur með mildum áhuga að þessum málum.
Björgunarfélag Vestmannaeyja starfar eins og' undanfarin ár.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Eins og ég gat um í fyrra, hefi ég áhöld til tannviðgerða
og fyllti um 200 tennur á þessú ári. Ég vil hvetja aðra héraðslækna til
að gera hið sama: kaupa sér áhöld, fá tilsögn hjá næsta tannlækni
og byrja síðan. Leiknin fæst smám saman með æfingunni. Þetta er
áreiðanlega eina ráðið til bjargar í „hinum dreifðu byggðum“.
Öxarfj. Ekki kann ég til tannlækninga. Ýmsir láta gera við tennur
sinar utan héraðs, en ég fæ leiðinlega fljótt að taka þær hinar sömu.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Samkomuhús kauptúnsins má heita gott, síðan það
fékk þá endurbót, sem getið var um í fvrra árs skýrslu. Þó er loftræst-