Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 122
120
ingin ekki nægilega góð, rafmagnsdælurnar hafa verið í ólagi og
ekki komið að fullum notum. Þrifnaður og umgengni í húsinu er í
góðu lagi. Samkomuhús sveitanna eru fremur léleg, — upphitun ýmist
engin eða í ólagi og' umgengni ekki ætíð sem bezt. Kirkjur allar raf-
lýstar og hitaðar nema í Saurbæ. Kirkjugarðar vel hirtir.
Dala. Enn vantar samkomuhús hér í hreppi.
Bíldudals. Kirkjurnar eru einu samkomuhúsin, sem til eru, en þau
standa auð.
Reykjarfí. Sæmilegt samkomuhús er hér í Árnesi, og er það um leið
þinghús hreppsins. Kirkja er ein í héraðinu, í Árnesi, en mjög hrörleg
og niðurnídd, grautfúin, flóðlek, skökk og' skæld og allt eins mikið
notuð sem geymslupláss fyrir allskonar skran eins og til guðsþjón-
ustugerða, enda kirkjusókn mjög lítil, þegar messað er. Svipað er um
kirkjugarðinn að segja, hvað snertir viðhald og hirðingu. Kirkju-
garðshliðið er niðurbrotið, garðurinn í kring sumsstaðar fallinn, svo
að kindur, kýr og hestar leika lausum hala um garðinn og traðka allt
niður og óþrífa.
Hólmavíkur. Skólahúsið á Hólmavík er jafnframt samkomuhús. Er
það vandræða fyrirkomulag.
Blönduós. Eitt samkomuhús úr steini, allmyndarlegt, var reist við
Auðkúlurétt í Svínadal. Þingeyrarkirkja, sem er mikið hús og merki-
legt, bæði sökum gerðar og gripa, sem flestir eru frá tíð Gottrúps
lögmanns, en suinir eldri, var endurbætt mikið á árinu.
Höfðahverfis. Steyptur var garður með einni hlið kirkjugarðsins
hér á Grenivík. Óvíst er, hvort verkinu verður haldið áfram í bráð.
Samkomuhúsið hér á Grenivík er í sambandi við skólann. Húsið
hitað með lélegum ofnum, einungis þegar samkomur eru haldnar.
Rennur þá slaginn niður veggi.
Öxarfj. Algerlega vil ég ráða frá því, að fenginni reynslu, að skóla-
og samkomuhús sé eitt og sama húsið. Kirkjugarðar eru á allan hátt
forsmán og óþrifabæli.
Þistilfj. Hér á Þórshöfn var á árinu bætt úr tilfinnanlegum vand-
ræðum með því að U. M. F. Langnesinga kom upp myndarlegu sam-
komuhúsi með tilstyrk Leikfélags Þórshafnar.
Fljótsdals. Samkomuhús eru í 4 hreppum héraðsins, upphituð
steinhús og sæmilegustu hús í alla staði. Kirkjurnar eru vel hirtar og
allar upphitaðar. Kirkjugarðar vel hirtir og girtir. Á stöku stað er
heimagrafreitur og vel frá gengið.
Berufj. Samkomuhús eru í öllum hreppum héraðsins og auk
þess hér í þorpinu. Kirkjur eru 5, allt g'amlar timburkirkjur og
aðeins 2 þeirra upphitaðar. Má nærri geta, hversu hollt það er
að koma göngumóður til kirkju og sitja svo í frosti undir messu.
Væri réttast að lögbanna guðsþjónustur í ofnlausum kirkjum að
vetrarlagi.
Vestmannaeyja. Byrjað að reisa Samkomuhús Vestmannaeyja, sem
er stórhýsi og er gert fyrir forgöngu félags Sjálfstæðismanna. Sett
voru upp vatnssalerni og þvottaskálar í Alþýðuhúsið, sem nú er aðal-
samkomuhúsið. Var ekki hægt lengur hjá því að komast, enda nóg
vatn af þakinu og holræsi rétt hjá. Þurfti að stækka húsið og breyta