Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 123
121
því nokkuð til að koma þessu vel fyrir. Kirkju og kirkjugarði vel
við haldið.
Keflavikur. Samkomuhús eru í flestum hreppum héraðsins. Eru 2
ný i Keflavík, 1 nýtt á Vatnsleysu, 1 í Grindavík, sem ég hefi áður
minnst á, og svo hið snotra fundar- og skólahús í Höfnum. í Garðin-
um er eitt, en ekkert á Miðnesi.
18. Veggjalýs og húsaskítir. Rottur og mýs.
Læknar láta þessa getið:
Borgarncs. Hefi ekki orðið var við veggjalýs né annan slikan
óþrifnað.
Ólafsvikur. Engir húsaskítir né veggjalús í héraðinu, svo að mér
sé kunnugt.
Dala. Veggjalúsa og húsaskíta hefir ekki orðið vart.
Hóls. Rottur bárust hér inn í þorpið fyrir 2—3 árum, og ber tölu-
vert á þeim í híbýlum sumra þorpsbúa. Húsaskítir, sem ekki hafa
þekkzt hér áður, bárust með mjöli í hús bakarans í þorpinu. Kvað
svo rammt að þessum ófögnuði, að hann flutti um tíma úr húsi sínu
með fjölskyldu sína og lét hús sitt standa óhitað á ineðan. Hurfu
óþrifin í bili við þetta, hver sem reynslan verður síðar. Ekki hafa
kvikindi þessi komizt enn í fleiri hús í þorpinu.
Rcgkjarfj. Húsaskítir eru á síldarstöðvunum á Eyri og Djúpuvík.
Á sömu stöðum er og talsverður rottugangur.
Öxarfj. Ég gat þess fyrir 2—3 árum, að rottur væru hér ekki til,
en einmitt það ár komust þær til Raufarhafnar og haldast þar við.
Iíeflavíkur. Veit ekki til, að veggjalýs séu til í héraðinu.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Eftirlit haft með almennum þrifnaði, mjólkurstöð,
brauðgerðarhúsi og kjötbúðum allt af öðru hvoru. Að minnsta kosti
einu sinni á ári þrífa húsráðendur í kringum hús sín. Lætur þá
hreppsnefnd bíla aka skraninu burt. Þyrfti að gerast oftar.
Dala. Heilbrigðisnefnd Laxárdalshrepps (samþ. frá 1910) starfaði
ekkert.
Blönduós. Nýjar heilbrigðissamþykktir gengu á árinu í gildi bæði
fyrir Blönduós og Skagastrandarkauptún. Samkvæmt þeim er fyrir-
skipuð almenn hreinsunarvika utan húss á sumri hverju, og varð
það fyrirmæli þegar til mikils gagns í þrifnaðarátt á Blönduósi, þótt
enn sé umbóta þörf.
Segðisfj. Heilbrigðisnefnd fer um bæinn vor hvert og gerir þá ýmsar
ráðstafanir til lagfæringar því, sem ábótavant þykir frá heilsufræðis-
legu sjónarmiði.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisfulltrúi og heilbrigðisnefnd líta í sam-
einingu eftir þrifnaði í bænum. Gengur treglega að koma í framkvæmd
ýmsum þrifnaðarráðstöfunum vegna féleysis bæjarins. Hér á landi ætti
að taka upp þann sið að hafa lærðar hjúkrunarkonur fyrir heil-
21