Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 124
brigðisfulltrúa eins og t. d. í Noregi. Ættu þær að hafa eftirlitið og
standa í sambandi við héraðslækni og heilbrigðisstjórn.
20. Bólusetningar.
Tafla XVIII.
Bólusetningar féllu enn á þessu ári víða niður vegna farsótta (með
öilu í 14 læknishéruðum) og nú aðallega vegna mislinganna.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Vegna mislinganna fórst bólsetning fyrir með öllu í
sveitunum. En i kauptúninu fór fram endurbólusetning. Útkoman þvi
miður ekki nærri góð.
Flateyjar. Bólusetning fór að nokkru leyti út um þúfur vegna mis-
linga, er voru að flækjast hér um eyjarnar í allt sumar.
Þingeyrar. Féll niður í öllu héraðinu vegna mislinga.
ísafí. Bólusetning fór ekki fram vegna inflúenzufaraldurs.
Ögur. Bólusetning fórst fyrir vegna mislingafaraldurs.
Reykjarjj. Bólusetningar hafa verið í mesta ólestri um langan tíma
og ekkert bólsett þetta ár.
Miðfj. Betri árangur af bólusetningum nú en undanfarin ár. í ein-
stökum umdæmum hefir þó ekki komið út bóla á neinu barni.
Sauðárkróks. Bólusetning fór ekki fram sökum mislinga.
Þistiljj. Bólusetningar féllu alveg niður vegna mislinganna.
Vopnafj. Bólusetning fórst fyrir í nokkrum hluta héraðsins, vegna
þess að ýms heimili vildu verja sig fyrir mislingum.
Hróarstungh. Bólusetningar féllu niður í öllum hreppum nema ein-
um. Mislingar ollu.
Vestmannaeyja. Vegna mislinga í vor fóru bólusetningar fram í
ágúst, nerna á fermingarbörnum.
Grimsnes. Bólusetning fórst fyrir í nokkrum hluta héraðsins vegna
mislinganna. Nokkuð bar á því, að börnin veiktust af bólusetning-
unni; fengu hita allt að 40° í nokkra daga, en bólan kom með allra
bezta móti út þetta ár.
Keflavikur. Féll að mestu niður, eins og undanfarið ár, nú vegna
mislinga.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Héraðslæknar geta ekki um skoðunargerðir eftir kröfu lögreglu-
stjóra, en frá Rannsóknarstofu Háskólans hefir borizt eftirfarandi
skýrsla:
1. 15. jan. B. M.-son, 39 ára maður, sem fannst örendur á hóteli í Rvik að morgni
dags. Niðurstaða: Ruptura a. mening. mediae, sem hlotizt hafði við fall í
ölæði. Blæðing á lófastóru svæði yfir hægri heilahelmingi. Fract. cranii.
2. 28. jan. Þ. I.-son, 34 ára. Dó vofveiflega i húsi i Rvík. Við krufningu fannst
stórt glioma i hægri heilahelmingi með miklum bjúgi í.
3. 13. okt. Þ. Þ.-son, 67 ára. Hafði gert tilraun til að fyrirfara sér með leiðslugasi,
en fannst lifandi um morguninn og gekk þá niður í sjó og drekkti sér. Niður-
staða: Drukknun. Auk þess fannst hænueggsstór blæðing í h. m. psoas, sem
ekki fannst skýring á.
4. 17. okt. S. J.-son, 30 ára. Sjórekið lík, sem fannst i Effersey. Niðurstaða:
Ilrukknun. Áverkar á höfðinu sumpart úr lifanda lífi, sumpart af brimróti.