Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 125
123
5. 29. olst. Álitsgerð um krufningu héraðslæknisins á Eskifirði á liki H. B.-dóttur,
sem hvarf 16. sept., en líkið fannst 30. sept. í sjó.
6. 19. nóv. S. H.-sen 3, 55 ára. Líkið fannst rekið úti í Effersey með mörgum
áverkum. Niðurstaða: Engin greinileg drukknunareinkenni. Flestir áverkar
post mortem, en sumir virtust vera úr lifanda lífi. Ekki ósennilegt, að konan
hafi dottið (i ölvun) af hafnargarði, þar sem liún sást á gangi, orðið rænu-
iaus af faliinu og víninu og drukknað.
7. 1. des. S. F.-son, 39 ára. Likið fannst með skotsár á höfði i íbúð hins látna í
Rvík. Niðurstaða: Suieidium.
8. J. J.-dóttir, 45—50 ára. Líkið fannst i flæðarmáli í Rvík. Niðurstaða: Drukknuu.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Skoðunargerðir eftir kröfu hins opinbera hafa ekki farið
fram, nema skoðanagerðir matvælaeftirlitsins.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XIX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefir sótthreinsun heimila farið 291 sinni fram á árinu
á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið berklaveiki eða í 44% allra til-
fellanna, þar næst barnaveiki (22%), þá skarlatssótt (21%).
23. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hraðfrystihús byggt.
Dala. Alls, sem talizt gæti til framfara til almenningsþrifa,
gætir mjög Iítils umfram það litla, sem til er stofnað af því opinbera.
Margar stórár enn óbrúaðar og lengst af ársins mjög erfitt að komast
ferða sinna, einkum með flutning. Útvarpsviðtæki eru ltomin furðu
víða, og er áreiðanlega talsverð menningarbót að því, það sem það nær.
Símasamband er orðið fast að því fullnæg'jandi innan héraðs.
Flateyjar. Bygging frystihúss undirbúin.
Bildudals. í Bíldudal var myndarlegt og stórt frystihús reist úr stein-
steypu. Þrifnaður almennt sæmilegur og í framför. Ef ég nú lít aftur
í tímann yfir þau 30 ár, sem ég hefi dvalið hér í Bíldudalshéraði,
eru ekki mörg eða mikil framfaraspor að reka augun í. Árið 1906
og næstu ár var Ketildalahreppur blómleg sveit. Margir bændanna
voru efnamenn, sem höfðu húsað jarðir sinar vel, áttu þær sjálfir og
bjuggu þar rausnarbúi. Ráku þeir jafnframt sjávarútveg með landbún-
aðinum og efnuðust einkum af sjónum. Þá gengu margir róðrarbátar
og vélbátar úr Selárdal, Fífustaðadal, Austmannsdal, Bakkadal, Pét-
ursvör, Hringsdal og Hvestu, vor og haust. Kaupfélag var þá og
nokkur ár í Dalahreppi, og voru flestir bændur í því. Fór félagið á
höfuðið, og töpuðu bændur miklu fé, því að þeir urðu að borga brús-
ann. Nú eru þessir efnabændur úr sögunni, en jarðirnar eru sarnt
ennþá í sjálfsábúð og húsakynni góð eins og fj'rr. Margir bændur hafa
bætt jarðir sínar nokkuð, einkum með girðingum, jarðabótum og
garðrækt, og sjávarútvegurinn er að mestu úr sögunni. Það eru 3 eða
4 vélbátar, sem ganga til fiskjar úr Selárdal og Bakkadal, þegar góð
aflavon er. Nú er þar fyrir fáum árum risið upp nýtt kaupfélag í