Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 127
125
vegna vanhirðu og viðhaldsleysis. Þessi stórkostlega og sorglega aft-
urför hefir verið jafnt og þétt hin síðustu 8—10 ár. Eitt fyrirtæki verð-
ur þó að nefna, sem sker sig úr. Það er sparisjóður Arnfirðinga í
Bíldudal. Hann er stofnaður 1911 eða réttara sagt 1905, ef Aurasjóð-
urinn í Bíldudal er talinn með. En sparisjóðurinn tók við af honum.
Sparisjóður þessi hefir að vísu gengið nokkuð saman hin síðari ár,
en hann hefir aldrei tapað einum eyri, og, eins og fyrr er sagt, er
það fyrir atbeina og styrk sparisjóðsins, að hreppsnefndinni hér hefir
orðið kleift að ráðast í að reisa hér hraðfrystihús með nýtízkuvél-
um, sem nú er í smíðum, og er hér um að ræða eina tilraun til að
rétta kauptúnið við úr þessu niðurlægingarástandi. Hvort það tekst,
mun tíminn sýna innan skamms. En það er mjög vafasamt, því að
það er ekki nóg að koma húsinu upp. Það vantar forustumann til
að sjá um og stjórna fyrirtækinu, mann, sem hefir til að bera dugn-
að, kunnáttu og ekki of mikla eigingirni. Sá maður er ófundinn enn
og finnst varla hér um slóðir. Af hverju stafar þessi mikla afturför
í Bíldudal? Af aflaleysi, segja sumir. Af skorti á manni eða dugn-
aðarmönnum, flokkadráttum og sundrung, segja aðrir.
Hóls. Frá ómunatíð hefir aðallega verið stunduð hér útgerð og sjó-
róðrar. Á síðari árum eru þorpsbúar farnir að sjá, að varhugavert er
að treysta þeim atvinnuvegi einum til sæmilegrar afkomu manna,
eins og reynsla síðustu ára hefir svo áþreifanlega sýnt. Það er því
tekinn að vakna áhugi fyrir því að hafa fleira í takinu. Einkum er
garðræktin aukin ár frá ári, enda virðist aðstaðan góð til þessa, þar
sem eru hinir miklu sandar upp frá sjó. Hefir nú verið byrjað á því
að leggja veg í gegn um sandauðnina, í því skyni meðal annars að
flýta fyrir ræktuninni. Stöðuvatn er hér í öðrum dal, þeim, er liggur
upp frá þorpinu. Hafa verið flutt í það laxaseiði og komið upp klak-
húsi. Er vatn þetta talið af sérfróðum mönnum mjög' vel fallið til
laxveiða. Er því hugsað gott til þessa í framtíðinni.
Ögur. Sláturhús fyrir Reykjart'jarðarhrepp, vel út búið að öllu leyti,
var byggt í Vatnsfirði.
Hólmavíkur. Auk hafskipabryggju og síldarsöltunarstöðvar á
Hólmavik, var reist vandað frystihús á Hólmavík á þessu ári. Má segja,
að yfirleitt horfi menn nú vonglaðari en áður fram í tímann, hvað
snertir afkomu almennings, fyrir þessi framfarafyrirtæki.
Blönduós. Sett var á stofn refabú á Blönduósi, og eiga bændur mestan
hluta þess. Vegakerfi sýslunnar var bætt nokkuð, svo að mikið af hér-
aðinu er bílfært, a. m. k. á sumrin, en læknisferðir fara svo að segja
allar fram á bílum að sumrinu til. Þó er allt að því helmingur vega-
lengdarinnar út á Skagatá enn ekki bílfær.
Ólafsfj. Ný vatnsleiðsla gerð hér haustið 1935. Hefir hún reynzt
ágætlega. Sameiginlegt skolpræsi fyrir allt þorpið lagt í haust. Enn er
ekki búið að koma öllum húsum í samband við leiðsluna, en lang-
flestum. Þau fáu, sem eftir eru, ættu að komast í samband á næsta
ári. Verður þetta mikil þrifnaðarbót i kauptúninu, enda var ekki van-
þörf á.
Svarfdæla. í síðustu ársskýrslu gat. ég um fyrirhugaðar vatnsveitur
í Hrísey og Dalvík. Hafði verið byrjað á vinnu til undirbúnings Hrís-