Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 128
126
eyjarvatnsveituni haustið 1935. Síðan var unnið við hana síðasta sum-
ar. Var grafinn brunur skammt frá sjó og vatnsþró uppi á eynni fyrir
ofan öll húsin. Skyldi vatni úr brunninum dælt í þróna og renna þaðan
í pípum til húsanna. Þegar til kom, reyndust pipurnar (tréstokkar),
er liggja úr brunninum i þróna, ekki fullþéttar, sandur vildi setjast
í dæluna, vatsmagn sennilega of lítið o. s. frv., svo að verkið er strand-
að í bráðina, en vonandi tekst að ráða fram úr þessu og fullgera veit-
una næsta sumar. Fáein hús hafa i nokkur ár haft vatnsleiðslu úr lind
uppi á eynni, en vatnsmagn er þar ekki handa fleirum, enda þrýtur
stundum. Á Dalvík hefir gengið betur; drógst að vísu lengur en ráð
hafði verið fyrir gert, að efni fengist, og varð því ekki byrjað á pípu-
lagningu fyrr en undir haust, en verkið vannst bæði fljótt og vel, svo
að vatnsveitan komst upp áður en frost og snjóar byrjuðu til muna.
Seyðisjj. Atvinna að sumarlaginu með betra inóti. Síldarbræðslu-
verksmiðja var byggð hér á sumrinu, ásamt nýju frystihúsi með hrað-
frystitækjum. Verksmiðjan á að geta unnið úr 600 málum á sólarhring.
Siðu. Bóndi hér á Síðu reisti frystihús, sem tekið var að nota síð-
astliðið haust. Frystivélarnar eru knúðar rafmagni. Var fryst þarna
nokkuð af kjöti, er síðan var flutt til Reykjavíkur, og er hugmyndin,
að meira verði gert að því framvegis. Auk þess hefir verið geymt þar
í vetur frosið kjöt o. fl. fyrir það heimili og nokkur önnur. Kornrækt
hafa nokkrir bændur reynt hér síðustu 2 árin, og hefir kornið þrosk-
azt vel. Virðast skilyrði til kornræktar ekki síðri hér en í Fljótshlíð eða
annarsstaðar þar, sem korn hefir verið ræktað, nema betri séu.
Vestmannaeyja. Geta má þess hér, að í smiðum er hér hafskip um
80 smálesta, er mun verða stærsta far, sem í Eyjunum hefir verið
smíðað. Hafskipabryggjan hefir verið stórum bætt og aukin, og er
ætlazt til, að 3 hafskip geti leg'ið við hana í senn til afferiningar kola
og salts eða fisktöku. Höfnin hefir verið mikið dýpkuð og gerð upp-
fylling, og eignast höfnin niargar góðar lóðir fyrir byggingar í fram-
tíðinni.