Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 173

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 173
Flatey á Skjálfanda hefir verið alræmt taugaveikisbæli nú um nokk- urra ára skeið. Taugaveikin hefir sýkt fjölda fólks í eynni, og þótt hún hafi ekki verið sérlega mannskæð, hefir hún verið þar hreinasta land- plága. Veikin hefir, vegna smitunarhættunnar, bakað eyjarskeggjum mikil og' margvísleg óþægindi og tjón. Fólk í landi var farið að forð- ast allan umgang við Flateyinga af ótta við smitun. Undanfarið hefir kveðið sérstaklega rammt að þessu, jafnvel svo að sjófarendur hafa ekki viljað hafa nein skipti af eyjarskeggjum. Áður fengu þeir oft vatn í eynni og áttu þar þá jafnframt ýms fleiri viðskipti. Nú fékkst einnig miklu síður verkafólk úr landi, en það hefir alltaf tíðkazt og er eyjarbúum hin mesta nauðsyn. Ýms fleiri óþægindi stöfuðu Flat- eyingum af því orði, er á þeim lá, t. d. var þeim þess vegna mjög erfitt um ýinsa afurðasölu. Læknissókn er mjög erfið. Aður sóttu menn lækni til Grenivíkur, sem er við miðjan Eyjafjörð, austanverðan. Nú er læknir sóttur til Húsavíkur. Það er nokkru þægilegra, en þó er þangað hér um bil þriggja tíma ferð á vélbát og sjór oft afar slæmur. í Flatey eru rúmlega 100 íbúar, og skiptast þeir á 13 bæi. Síðastliðið sumar fór ég til Flateyjar eftir tilmælum landlæknis, til þess að gera tilraun til að komast fyrir, hvernig stæði á taugaveikis- faröldrunum þar. Rannsóknarstofa Háskólans lét mér í té nauðsynleg- an útbúnað til rannsóknanna. í eynni dvaldi ég svo rúman hálfan mánuð. Ég tók skýrslu af hverj- um eyjarbúa fyrir sig, eftir á gat ég, út frá því, rakið nokkurnveginn ábyggilega gang allra faraldranna. Við það urðu óhjákvæmilega nokkrir einstaklingar sérstaklega grunsamir sem smitberar. Frá þeim reyndi ég síðar að rækta sýkla, og oft frá sumum. Ég mun seinna skýra nánar frá því. Fyrsti faraldur, sem ég fékk fregnir af, var fyrir aldamót (um 1890?). Fyrstur veiktist G. J. í Garðshorni II. (nú 64 ára), hann var þá nýkom- inn innan úr Fnjóskadal (frá Draflastöðum) og mun hafa sýkzt þar. Siðar sýktist kona G., M. F., Garðshorni II. (nú 73 ára) og S. E., Kross- húsum (nú 58 ára); allt þetta fólk bjó í Uppibæ, sem nú er í eyði. Veturinn 1923—1924 geisar svo næsti faraldur. S. J. frá Neðribæ var á ferð á Húsavík seint í nóvember 1922 og dvaldi þar veðurtepptur nokkra daga. Hann veiktist skömmu eftir að heim kom, en drógst þó lengi á fótum og vann ýms heimilisstörf. Hann hefir á þeim tíma éflaust gengið erinda sinna i fjósið, eins og alltaf hefir líðkazt í Flatey. Heim- ilisfólkið í Neðribæ var þá fiest flutt í nýbyggt steinhús, nema S. og kona hans J. L. J.dóttir (nú á Sælandi), þau bjuggu enn í gamla torf- bænum. J. ól barn 14. desember 1923. Er hún var að komast á fætur af afleiðingum þess, veiktist hún á ný. Læknir hélt það fyrst vera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.