Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 179
177
söfnun strax og ég kom til Flatejrjar og sendi til Rannsóknarstof-
unnar 30 sýnishorn. Þess má geta strax, að þetta bar eng'an árangur.
í því fundust engir taugaveikissýklar. Meðal þeirra, er sýnishorn voru
send frá, var þó konan, er siðar sýndi sig að vera sýkilberi.
Ég' kom fyrir í skólastoíunni tækjum þeim, sem ég hafði með mér,
og hafði þar bækistöð mína.
Thermostat hafði eg vitanlega ekki með. I stað þess fór eg þannig
að: Ég hafði tvær vatnsfötur af venjulegri stærð. Báðar voru jafn-
víðar að ofan en önnur mjókkaði niður. Ef botnmjóa fatan var sett
ofan í hina, varð nokkurt bil á milli hliða þeirra neðantil. Þetta hol-
rúm fyllti ég svo með zinknitrati, sem hefir bræðslumark um 37°. Sé
það hrætt og látið storkna, gefur það frá sér mjög mikinn hita um 37°
markið og helzt þess vegna lengi á því hitastigi eða því sem næst. Ég hit-
aði „thermostatinn" á prímus tvisvar á sólarhring og byrgði hann
svo vandleg'a niður. Þannig fékk ég' vel nothæfan ræktunarhita.
Conradi agar hafði ég með mér í flöskum. Ég hræddi hann og renndi
honum út í skálar, eftir því sem ég þurfti á að halda. Ennfremur
hafði ég nokkuð af sykurtegundum, — bouillon, útbúnað til Widal-
prófs, smásjá o. fl.
Ég ræktaði síðan úr saur og þvagi frá 12 körlum og konum og oft
frá sumum. Hvergi fann ég þó B.T. Ég notaði stundum magnii sulfas,
til að reyna að örfa g'allstreymið og flýta flutningnum gegn um þarm-
ana. Allt kom þetta þó fyrir ekki. Það mun enda meir en vafasamt,
hvort magn. sulfas verkar nokkuð cholekinetiskt.
Ég tók þá það ráð að duodenalsondera þær tvær konur, sem mér
þóttu grunsamlegastar. Ég lagði niður venjulega duodenalsondu og
fékk þegar upp nokkuð af alkalisku duodenalinnihaldi, sem ég geymdi
og sáði seinna frá. Svo dældi ég einni hrái'ri eggjarauðu niður um
sonduna, og eftir 15—20 mín. fékk ég upp allmikið af brúngulum, al-
kaliskum vökva, sem eflaust var gallblöðruinnihald. Frá því sáði ég
einnig. Úr gallblöðru annarar konunnar fékk ég á þennan hátt svo að
segja hreingróður af B.T. Þó fékk ég aðeins sýkla í sýnishorninu, sem
ég tók, eftir að hafa gefið eggjarauðurnar (úr blöðrugallinu). Úr fyrra
sýnishorninu óx aldrei neitt. Sýklarnir, sem ég fékk, uxu eins og B.T.
á Conradi agar, gerjuðu ekki lactose, en gerjuðu hinsvegar glucose án
loftmyndunar. Þeir voru ennfremur mjög hrevfanlegir. Til þess að fá
frekari vissu, tók ég bouillonkultur, drap hana með 10% formalíni og
gerði á henni agglutinationspróf með typhusserum. Þetta serum var
úr taugaveikissjúklingi, sem hafði legið næstum mánuð, og var Widal
jákvætt (1:160). Agglutinationsprófið með bouillongróðri mínum varð
jákvætt í jafnmikilli serumþynningu.
Við agglutinationsprófin gafst mér rniklu betur að láta glösin standa
í 50—55° lieitu vatni, — og' þarf þá ekki nema 1—2 klt. — en að láta
þau standa lengri tíma við 37°.
Ég' taldi mig' nokkurnveginn öruggan um, að bacillan, sem ég hafði
fundið, væri B.T., án þess að hafa getað sáð í fleiri sykurtegundir.
Ég treysti aðallega á hina jákvæðu agglutination. Þegar ég fór, flutti
ég með mér gróður af þessum sýklum, og Rannsóknarstofa Háskólans
staðfesti niðurstöðu mína.
23