Börn og menning - 01.05.1999, Síða 6

Börn og menning - 01.05.1999, Síða 6
BÖRN OC mENN|N6 Að venju veittu Börn og bœkur - íslcindsdeild ÍBBY viðurkenningar fyrir framlag til barna- menningar á sumardaginn fyrsta. Helga Arnalds var ein afþeim sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni en hún hefur lagt drjúgan skerftil íslenskrar barnamenningar með brúðuleikhúsinu Tíu fingur. Helga sagði Guðlaugu Richter frá sjálfri sér og brúðuleikhúsinu yfir tebolla einn kaldan eftirmiðdag í apríl. SÆeð tíu fíngur Sögukonur Ég er komin af sögukonum. Amma mín er ennþá á lífi. Hún heitir Áslaug Thorlacíus og er alin upp í Þingeyjarsýslunum. Mamma hennar var líka sveita- kona og snillingur í að segja sögur. Ég hlakkaði alltaf mikið til að fá ömmu í heimsókn. Hún kann alveg óteljandi sögur en það er ekki minna um vert hvemig hún segir þær. Hún kann þær svo vel, nýtir þagnimar og byggir upp spennu af mikilli snilld. Hvemig hún gat náð manni og haldið allan tímann og togað mann inn í einhvern heim. Það er ákaflega sérstakt og gaman að láta toga sig inn í svona heim. Og mamma, Hallveig Thorlacíus, hún lifir nú af því að segja sögur, er með brúðuleikhúsið Sögusvuntuna. Hún reyndi að forðast þetta eins og hún gat, ætlaði að verða kennari. Það var svo fáránlegt á hennar tíma að verða brúðuleikari. Hún kynntist brúðuleikhúsi í Rússlandi þar sem hún var við nám og heillaðist alveg. En hún fór í Kennaraskólann og lærði aldrei leikbrúðulist í skóla. Síðan kenndi hún í mörg ár en kynntist loks fólkinu í Leikbrúðulandi og slóst í hóp með þeim. Og nú er hún með Sögusvuntuna. Hún hefur verið mér frábær fyrirmynd. Nærúð Ég byrjaði að fara í brúðuleikhús þegar ég var fimm ára en ætlaði alls ekki að verða brúðuleikari. Það bara gerðist alveg óvart. Ég leiddist þannig út í brúðu- leikhúsnámið að ég fór til Barcelona á Spáni og ætlaði í myndlistarnám. Þar eru mjög ströng inntökupróf í listaskóla en þar sem ég hafði alist upp við brúðuleikhús, hafði búið til fullt af brúðum og var alltaf að leika svona leikrit með systur minni þegar við vorum litlar þá vissi ég að ég kæmist auðveldlega inn í brúðuleikhúsdeild í leikhúslistaskólanum. Þar ætlaði ég að vera í eitt ár og læra betur spænsku og fara síðan í myndlistaskólann. En það var svo gaman í brúðuleik- húsnáminu að ég var þar í þrjú ár og var svo úti eitt ár í viðbót að vinna. Við settum upp sýningu, þrjár stelpur, og fórum í skólana. Þá var ég alltaf vondu kallamir því ég talaði með hreim. Ég var samt alls ekki búin að ákveða að ég ætlaði að verða brúðuleikari þótt ég hefði klárað skólann og væri komin heim. En ég ákvað að gera eina sýningu fyrst ég var búin að læra þetta og var eitt ár með Leikbrúðulandi. Síðan sótti ég um starf hjá Þjóðleikhúsinu en sá sem ég talaði við þar hafði séð hjá mér sýninguna með Leik- brúðulandi. Hann sagðist gjaman vilja fá mig í vinnu en miklu heldur vildi hann sjá mig gera mitt. Það var mikil gjöf í raun og veru þótt mér hafi kannski ekki fundist það þá. Brúðuleikhúsið Ég stofnaði brúðuleikhúsið Tíu fingur 1993 og nú hef ég sett upp fjórar sýningar. Ein af þeim heitir Jólaleikur og byggist á jólaguðspjallinu. Ég sýni hana alltaf í desember og hún er orðin fastur liður hjá mörgum leikskólum, partur af jólaundirbúningnum. Svo gerði ég sýningu eftir að ég fór til Bali í Indónesíu. Þar em brúðuleikarar æðstu þjóðfélagsþegnarnir, enda er brúðuleikhús þar trúarathafnir og brúðuleikarar tengi- liðir milli guða og manna. Þeir nota mikið skugga- leikhús og ég kynntist því hjá brúðumeistara einum. Þegar ég kom heim gerði ég skuggaleikhúsverk sem heitir Sólarsaga. Þar flétta ég saman þjóðsögum um sólina. Ketils saga flatnefs, sýningin sem ég er með í gangi núna, er þannig til komin að mig langaði að gera brúðusýningu fyrir fullorðna en svo er hún einhvem veginn þannig að ég hef sýnt hana bömum alveg niður í 4

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.