Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 8
BÖRN oc MENN|N6
sögukona og af sögukonum
komin. Þess vegna langaði
mig til að hafa sögukellingu í
sýningunni, búa til persónu
sem væri í sinni vinnu og
segði sögur í leiðinni. Þannig
varð ísafold í þvottaþjónust-
unni til og hún spinnur sögur,
hlustar á Islendingasögumar í
útvarpinu og er á Njálunám-
skeiði hjá Jóni Bö. Síðan tók
ég Ketils sögu, en um hann
sjálfan er í rauninni ekki
mikið vitað, og ég fléttaði
flökkusögninni um Artúr
konung saman við hana.
Þórhallur Sigurðsson leik-
stýrði mér í Ketils sögu.
un
Ég var byrjuð að búa til
brúðumar og sagan fór líka að
litast af myndinni, þ.e.a.s. brúðunum og leikmyndinni.
Brúðumar em allar úr ull hjá mér núna. Ég fór að læra að
þæfa ull. Og fyrir bragðið verður sýningin ennþá
íslenskari. Ull er rosalega skemmtilegt efni. Ég setti til
dæmis óþæfða ull á suðu í þvottavélinni og það sem út
kom varð einn karakterinn. Með einkar ógeðslegt nef.
Gaman að taka eitt efni og stúdera það. Brúðuleikhúsið
er eins og sniðið fyrir mig því ég elskaði myndlist og
fékk alltaf voða háar einkunnir í handavinnu. Var mikið
að prjóna og sauma og þama fléttast allt þetta saman. Ég
er ótrúlega heppin.
Raunveruleiki ogævintýri
Mér finnst samtalið milli brúðu og leikara ákaflega
spennandi. Brúðan er allt öðmvísi og getur gert alls
konar hluti sem maðurinn getur ekki - og svo bara
viðbrögðin. Hvemig bregst til dæmis brúðan við
manneskjunni og manneskjan við brúðunni. Þetta er nýtt
element í leikhúsi og mér finnst það gefa báðum nýja
vídd, bæði leikhúsinu og brúðuleikhúsinu. Mér finnst
ofsalega skemmtilegt að vinna með raunveruleika og
ævintýri í bland. Það er svo sterk mynd, maður og brúða -
það segir svo mikið strax. Ketils saga gerir aðeins meiri
kröfu til mín sem leikara, fer lengra í þá átt.
Myndin
í þessari sýningu lærði ég líka að kafa svolítið dýpra í
myndina. Það var vegna þess að ég var að vinna með
tékklenskum leikmyndahönnuði. Fyrst þegar hann kom
hingað setti hann upp Mjallhvíti með Leikbrúðulandi.
Ég var í fjamámi hjá honum, eða réttara sagt Drak-leik-
húsinu sem hann tilheyrir. í
Austur-Evrópu er mjög sterk
hefð fyrir brúðuleikhúsi og þar
er það ekki bara fyrir börn
heldur líka fyrir fullorðna.
Þessi leikmyndahönnuður sem
heitir Petr Matasek er einn
frægasti leikmyndahönnuður í
Austur-Evrópu. í hans sýn-
ingum verður leikmyndin einn
af aðalleikurunum. Hún segir
svo mikið og tekur ótrúlegum
breytingum, t.d. úr skipi í fugl
og úr fugli í rúm - hann er
snillingur í þessu. Hann gerði
Ketils sögu flatnefs með mér
og gefur mínu leikhúsi alveg
nýja vídd. Við íslendingar
erum duglegir að segja sögur í
orðum en ekki eins sterkir að
segja þær í mynd.
Áhorfendur
t raun og veru er ekki svo mikill munur að vera með
brúðusýningu fyrir lítil böm eða stálpuð. Maður segir
auðvitað allt aðra sögu. Getur sagt meira þegar maður
er með þeim eldri. Það er líka meiri ögrun. Það kom
mér á óvart hvað eldri krakkamir taka mikinn þátt í
sýningunni. Ég var að sýna fyrir unglinga um daginn og
þeir komu inn og svona, þú veist, ha, ha, ha, brúðu-
leikhús, vá maður. Ég bað dálítið um þátttöku og það
var svo gaman því þau voru farin að svara en litu svo
óörugg í kringum sig - misstu sig bara inn í sýninguna.
Það var líka gaman að sjá hvað þetta kom þeim sjálfum
á óvart. Þau voru hissa á því hvað þau skemmtu sér vel.
En það hafa bara allir gaman af því að láta plata sig inn
í svona heim.
Námskeið fyrirkennara
Ég hef verið með námskeið í myndvarpanotkun fyrir
kennara í grunnskólunum. Það er ótrúlegt hvað er hægt
að skapa mikið ævintýri með myndvarpa á mjög
einfaldan hátt. Ég nota þá sem skuggaleikhús. Það þarf
ekkert nema myndvarpa og hengja upp eitt lak. Ég veit
þú trúir því ekki, það trúir því enginn fyrr en hann sér
það, hvað þetta er - bara mikill galdur. Það má nota til
dæmis glerskál og hella vatni í hana og matarolíu. Þetta
varpast allt á tjaldið og það er eins og horfa inn í
himingeiminn. A þennan hátt er hægt að vekja áhuga
barnanna og nýta í eðlisfræði. Það er t.d. hægt að
kenna hvernig sápa hrindir frá sér olíu. Gera það
myndrænt, það bætir svo miklu við á svo auðveldan
hátt. Ég var um daginn með námskeið fyrir nemendur
6